Úlfljótsvatn – veiði lýkur á sunnudaginn!
Nú þegar flest vötnin hafa lokað fyrir veiði þá er rétt að benda á að enn er heimilt að veiða í Úlfljótsvatni. Í Úlfljótsvatni má eflaust krækja í fallega urriða en um er að ræða sama stofn og er í Þingvallavatni.
Bo Agersten sem býr í Reykjavík fékk bróður sinn í heimsókn fyrir nokkrum vikum. Þeir kíktu meðal annars í Úlfljótsvatn og gekk vel en þeir fóru einnig í Þingvallavatn.