Veiðitímabilið er handan við hornið!
Veiðitímabilið í vatnaveiðinni hefst formlega 1. apríl. Það þarf því ekki að telja lengi niður í að veiðimenn geti farið að renna fyrir silung. Veðrið síðustu daga og aukin birta fær óhjákvæmlega veiðimenn til að koma út úr vetrarhýðinu og kíkja á og yfirfara veiðigræjurnar. Það verður spennandi að sjá hvernig veðurfarið verður í byrjun apríl en vonandi verður hlýtt og gott þannig að upphafið á veiðitímabilinu verði skemmtilegt.