Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2019 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!

Breytingar fyrir 2019
Það eru nokkrar breytingar á Veiðikortinu milli ára og nokkur vatnasvæði bætast við á móti öðrum sem hverfa úr kortinu.

Hreðavatn í Norðurárdal í Borgarbyggð kemur nýtt inn og verður gaman að geta staldrað við í fallegu umhverfi og kastað fyrir silung. Góð veiði er í vatninu og hentar það sérlega vel fyrir fjölskyldur. Einnig er gaman að segja frá því að Hólmavatn og Laxárvatn í Dölum koma aftur inn eftir nokkurt hlé. Einnig kynnum við Meðalfellsvatn inn sem nýtt vatnasvæði þar sem það var ekki formlega komið inn í bæklinginn hjá okkur þar sem það kom inn síðastliðið vor eftir smá hlé.

Vötnin sem hætta í Veiðikortinu eru vötnin í Svínadal (Eyrarvatn, Geitabergsvatn og Þórisstaðavatn) auk Hítarvatns, en Hítarvatn hefur verið í kortinu frá upphafi.

Það verður nóg úrval frábærra veiðivatna næsta sumar og veiðimenn geta strax farið að undirbúa komandi sumar með því að setja Veiðikortið 2019 á jólagjafalistann, en kortið kemur út fyrstu vikuna í desember eins og vanalega.

Verðið á Veiðikortinu verður óbreytt frá því í fyrra eða aðeins kr. 7.900.-

Útlitið á Veiðikortinu 2019

Á forsíðu bæklingsin er veiðimaðurinn Kjartan Ólafsson á fallegri kvöldstund við Þingvallavatn síðastliðið sumar. /Ljósmyndir Golli. 

 

Hér má sjá forsíðu bæklingsins 2019 og mynd af kortinu hér fyrir neðan.

 

 

Veiðikortið 2019 kostar aðeins kr. 7.900.- tilvalin jólagjöf!

Við höfum þegar hafið sölu á Veiðikortinu 2019 á vefsíðu okkar og munu pantanir verða afgreiddar um leið og kortið verður tilbúið til dreifingar eða um mánaðarmótin.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið 2019 komið á sölustaði!
Næsta frétt
Úlfljótsvatn – veiði lýkur á sunnudaginn!