Nú þegar flest vötnin hafa lokað fyrir veiði þá er rétt að benda á að enn er heimilt að veiða í Úlfljótsvatni. Í Úlfljótsvatni má eflaust krækja í fallega urriða en um er að ræða sama stofn og er í Þingvallavatni.

Bo Agersten sem býr í Reykjavík fékk bróður sinn í heimsókn fyrir nokkrum vikum. Þeir kíktu meðal annars í Úlfljótsvatn og gekk vel en þeir fóru einnig í Þingvallavatn.

Kim bróðir hans Bo veiðir eingöngu á spún og notaðist hann við danskan spún sem kallast "Snurrebassen", meðan Bo notaðist bæði við spún og flugu. Honum gekk best með Krókinn.

Þeir veiddu aðallega norðari hluta vatnssins, þar sem sumarhúsin eru. Þeir fengu aðallega bleikju en fengu einnig tvo urriða Þar virtist litlu skipta hvaða tími dagsins þeir voru að veiða eða hvernig veðrið var þeir voru mikið varir við fiska sama hvernig aðstæðurnar voru. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Bo úr veiðiferðum þeirra bræðra en þeir skutust nokkrum sinnum.

 


Kim með fyrstu bleikjuna.

 


Menn elda sér bara á staðnum. Silungurinn verður varla ferskari en þetta.

 


Bo með eina laglega Úlfljótsvatnsbleikju.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið 2019 að koma út!
Næsta frétt
Síðasti séns!