Veiðitímabilið í vatnaveiðinni hefst formlega 1. apríl. Það þarf því ekki að telja lengi niður í að veiðimenn geti farið að renna fyrir silung. Veðrið síðustu daga og aukin birta fær óhjákvæmlega veiðimenn til að koma út úr vetrarhýðinu og kíkja á og yfirfara veiðigræjurnar.  Það verður spennandi að sjá hvernig veðurfarið verður í byrjun apríl en vonandi verður hlýtt og gott þannig að upphafið á veiðitímabilinu verði skemmtilegt.

Við hvetjum veiðimenn til að kynna sér vel opnunartíma vatnanna en listann yfir svæðin og hvenær þau opna fyrir veiði má finna með því að smella hér.

Hlökkum til að eiga ánægjulegt veiðisumar og vonandi fáum við sem flestar fréttir og myndir frá veiðimönnum í sumar.

Veiðimenn við Vífilsstaðavatn 1.apríl 2014.
Veiðimenn við Vífilsstaðavatn 1. apríl 2014, en þangað mæta jafnan margir veiðimenn þegar veiði hefst formlega 1.apríl.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Meðalfellsvatn opnar 19. apríl – Villa í bæklingi
Næsta frétt
New fishing season coming up!