Bleikjan tekur vel í sumarblíðunni!
Nú má segja að sumarið sé komið og lífríkið í vötnum landsins komið á fulla ferð. Margir veiðimenn voru mættir í blíðuna á Þingvöllum og Úlfljótsvatn í gær.
Nú má segja að sumarið sé komið og lífríkið í vötnum landsins komið á fulla ferð. Margir veiðimenn voru mættir í blíðuna á Þingvöllum og Úlfljótsvatn í gær.
Mikið líf hefur verið í Úlfljótsvatni og hafa veiðimenn bæði verið að fá fallegar bleikjur og fína urriða. Það er ánægjulegt að heyra af góðri bleikjuveiði í Úlfljótsvatni núna, en oft fer bleikjuveiðin ekki á fullt í Úlfljótsvatni fyrr en um miðjan júní.
Það verður nóg um að vera um helgina og tilvalið fyrir veiðimenn að kíkja í veiðivöruverslanirnar og birgja sig upp fyrir sumarið og njóta. Veiðihornið verður með Sumarhátíð Veiðihornsins, Veiðiflugur með Veiðimessu og Veiðivon með Simms og Scott daga.
Read more “Hátíðarstemning í veiðivöruverslunum um helgina!”
Bleikjuveiðin er komin í gang á Þingvöllum. Eiður Valdemarsson hefur verið duglegur að skjótast í vötnin nálægt borginni og fór hann á Þingvelli í morgun til að reyna við bleikjuna.
Veiði hefur farið vel af stað í vötnum Veiðikortsins. Veður hefur verið gott, eða a.m.k. mun betra heldur en í fyrra og fiskur kominn á hreyfingu í leit að æti.
Þá er búið að opna Vestmannsvatn fyrir veiðimönnum, en það er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014. Vestmannsvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og talið eitt af skemmtilegustu veiðivötnum norðan heiða.
Read more “Góð veiði í Elliðavatni – nokkur ráð frá veiðimanni.”
Þrátt fyrir að Þingvallavatn hafi fengið mikla umfjöllum vegna risana sem þar eru að veiðast, þá er rétt að benda á að frábær veiði hefur verið í öðrum vötnum.
Emil Gústafsson hefur verið duglegur á Þingvöllum og veitt þá nokkra þar í sumar.