Nú má segja að sumarið sé komið og lífríkið í vötnum landsins komið á fulla ferð. Margir veiðimenn voru mættir í blíðuna á Þingvöllum og Úlfljótsvatn í gær.  

Margir voru að fá fínar bleikjur í báðum þessum vötnum.  Úr Úlfljótsvatni hafa verið að koma vænar bleikjur síðustu daga og hér fyrir neðan kemur smá saga þaðan.

Guðjón Þór Þórarinsson fór ásamt Ellu eiginkonu sinni í Úlfljótsvatnið.  Þau byrjuðu á því að keyra litla slóðann við Írafossvirkjun og upp á tangann.  Frúin fór í víkina nær skátunum en Guðjón fór á tangann vopnaður flugustöng #5 og með vorflugu undir.  Hann stóð við svokallaðan Ómarsstein, en steinninn er gjarnan kallaður því nafni eftir Ómari Morthens veiðimanni.  Guðjón hafði ekki veitt lengi þegar hann fær sterka og hæga töku.  Hann áttaði sig á því að þetta vær vænn fiskur.  Þar sem tamurinn var frekar grannur var ekki þorandi að taka mjög fast á fisknum og tók bleikan 3 rokur niður í djúpið og togaði flugulínuna út og langt inn á undirlínu.  Eftir 10 mínútna baráttu náði Guðjón að landa fisknum og var þetta 2.2 kg bleikja sem var 57cm löng.  Deginum var bjargað!  Eftir þessa baráttu kíktu þau hjónin einnig í víkina við Úlfljótvatn og prófuðu þar áður en haldið var heim.

 


Guðjón með bleikjuna góðu sem hann fékk úr Úlfljótsvatni í gær, 7. júní.  2.2 kg og 57cm!

Veiðimenn eiga eflaust eftir að vera mikið á ferðinni í góða veðrinu í dag og við hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir af gangi mála.
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikeppnin litla – ertu með lið?
Næsta frétt
Úlfljótsvatn komið í gang!