Það verður nóg um að vera um helgina og tilvalið fyrir veiðimenn að kíkja í veiðivöruverslanirnar og birgja sig upp fyrir sumarið og njóta.   Veiðihornið verður með Sumarhátíð Veiðihornsins, Veiðiflugur með Veiðimessu og Veiðivon með Simms og Scott  daga.

 

 

Veiðihornið – Sumarhátíð:

  • -Við fáum í heimsókn sérfræðinga frá Simms sem ætla að bjóða yfirhalningu á Simms vöðlum og veita góð ráð varðandi notkun og umhirðu á vandaðasta veiðifatnaði frá Simms.
  • Við kynnum allt það nýjasta frá Simms
  • Michael Pedersen frá Svendsen Sport í Danmörku kemur í heimsókn og kynnir nýja Savage Gear sit-on-top veiðikayakinn (sjá mynd að ofan) en einnig Scierra veiðivörur.
  • Nýjustu stangirnar frá Sage og Redington verða kynntar og valdar stangir verða á sérstöku tilboði aðeins um helgina.
  • Sérstök sumarhátíðartilboð verða í gangi á völdum vörum alla helgina.
  • Magnað stórhappdrætti verður í gangi en heildarverðmæti vinninga losar hálfa milljón króna.  Stærstu vinningar verða Savage Gear sit-on-top kayak, Sage ONE flugustöng, Simms jakki, Redington tvíhenda og fleira.   Allir gestir fá ókeypis happdrættismiða.
  • Lukkulínuleikurinn okkar verður endurtekinn frá því í fyrra.  Við gefum vandaðar Scierra flugulínur  með reglulegu millibili alla helgina.
  • Veiðihermirinn verður gangsettur.  Óþreyjufullum veiðimönnum gefst kostur á að landa stórfiskum í Veiðihorninu um helgina.
  • Engilbert Jensen mætir með væsinn og töfrar fram fáein leynivopn.
  • Við fírum upp í grillinu af og til alla helgina.
  • Við dreifum Veiði 2014 blaðinu sem er glóðvolgt úr prentsmiðjunni.
  • Fluguveiðiráð, bók Stefáns J.Hafstein og Lárusar Karls verður á ótrúlegu helgartilboði á Sumarhátíðinni.
  • Opið verður á laugardag frá kl. 10 – 16 og á sunnudag frá kl. 12 – 16

 

Veiðiflugur – Veiðimessa:

  • „Þekktir veiðimenn kynna stangir, vörur og þjónustu og  Klaus Frimor og Gordon Sim frá Loop verða til skrafs og ráðagerða. Allir helstu veiðileyfasalar landsins kynna árnar sínar og Ingvar á Enska barnum ætlar að grilla Rib-ey og Rikki hjá Rolf Johansen verður með þrúgu kynningu. Grillaðar verða pylsur handa unga fólkinu og Bubbi mætir með gítarinn og syngur veiðisögur. Auk þess verða fjölmörg skemmtileg tilboð á vörum og línudagar eru á sínum stað með 20% afslætti á öllum línum.
  • Þetta er fyrst og fremst skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem við bjóðum veiðisumarið 2014 velkomið. Opið verður frá 10- 17 á laugardag og 12 -16 sunnudag.
  • Verslunin býður upp á vörur frá tveimur stærstu merkjunum í skandinavíu, Loop og Guideline.  Núna í vor bætti verslunin við sig tveimur amerískum merkjum og hefur tekið inn flugustangir frá Scott og Sage.  Með þessu góða úrvali í stöngum ættu allir að finna stangir við sitt hæfi í búðinni.  Með þessu fást í sömu versluninni allar þær stangir sem hafa vakið hvað mesta athygli í veiðiheiminum í dag, má þar til dæmis nefna Loop Cross S1, Sage ONE, Scott Radian og Guideline Lxi.  Nýjungar  í sumar eru nokkrar og þetta verður mjög skemmtilegt sumar hjá okkur.  Má nefna nýja jakka frá Loop, stórar töskur  og Experience vöðlujakkinn frá Guideline. Þá má nefna nýjan primaloft fatnað með 60 gr  léttri fyllingu, bæði jakki og buxur.  Frá Guideline er líka að koma nýr tvíhenduskothaus, Compact sem Klaus Frimor hannaði sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Þá getum við nefnt nýjungar í Korkers vöðluskóm og Patagonia fatnaði, sem er ekki aðeins til veiða, heldur í allskonar útivist, fjallgöngur, golf, hestamennsku.

 

Veiðivon – Simms og Scott sumardagar

 
  • Nú um helgina, laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní höldum við okkar árlegu Simms Sumardaga en bætum við smá "tvist" og kynnum nýjustu flugustöngina frá Scott sem hefur verið að vinna til verðlauna, Radian. Sett verður upp kasttjörn og nýju Scott Radian tvíhendurnar kynntar ásamt nýjum flugulínum frá Scientific Anglers. Einnig verða á staðnum sérfræðingar frá Simms sem munu fara yfir Simms Gore-Tex vöðlurnar þínar og kynna nýjustu vörurnar frá Simms fyrir sumarið. 
  • Kíktu til okkar í Mörkina og prófaðu nýju Scott Radian. Taktu Simms Gore-Tex vöðlurnar þínar með þér og við förum yfir þær fyrir þig fyrir sumarið. Opið verður á laugardag frá kl. 10 – 16 og á sunnudag frá kl. 12 – 16
  • Fylgstu með á Facebook og Twitter. 

 

 

Góða skemmtun um helgina,

Veiðikortið

 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Úlfljótsvatn komið í gang!
Næsta frétt
Opið bréf til Þingvallanefndar frá LS.