Emil Gústafsson hefur verið duglegur á Þingvöllum og veitt þá nokkra þar í sumar.

Nokkrir +90 cm fiskar hafa veiðst þar í sumar, en Emil Gústafsson fékk svakalegan fisk þann 7. maí og sennilega einn stærsta fisk sumarsins á flugu úr Þingvallavatni, þangað til í fyrrakvöld, en þá bætti Stefán Kristjánsson nokkrum sentimetrum við og fékk einn sem var 100cm og 65cm í ummál!  Sá fikur er talin stærsti fluguveiddi urriði sem veiðst hefur á Íslandi þangað til annað kemur í ljós, en vonandi fáum við myndir af þeim fiski til birtingar innan tíðar.

 


Emil með stórfiskinn sem hann fékk 6. maí við Vatnskotið.

 


Svakalegur fiskur sem Emil fékk.

Skömmu eftir að þessi fiskur veiddist fékk Haraldur Eiríksson, annan risa en það hnausþykk hrygna sem var tæplega 90 cm.

Þann 6. maí fór Sigurgeir Sigurpálsson í Vatnskotið að morgni og fékk hann tvo fallega fiska, 69 cm og 75 cm.


Hér er Sigurgeir með annan fiskinn sem hann fékk.


Hér er Sigurgeir með hinn fiskinn sem hann fékk í Þingvallavatni 6. maí.

Risaurriðinn er enn að veiðast og fyrir stundu var veiðimaður að birta myndir af fiskum sem hann fékk fyrir stundu á Þingvöllum.  Það er um að gera fyrir þá sem hafa tíma að kíkja á þetta og spreyta sig á þessum fallega fiski, en það er óhætt að segja að þarna eru menn að komast í veiði sem skorar hátt á heimsmælikvarða.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan!
Næsta frétt
Records getting broken at Þingvallavatn!