Ótrúleg urriðaveiði á Þingvöllum

Þingvallavatn
Það hefur verið mjög fjölmennt á bökkum Þingvallavatns síðustu kvöld en margir vilja freista þess að setja í þann stóra.  Flest kvöld vikunnar er búið að vera fjölmennt í Vatnskoti og veiðimenn að slíta upp einn og einn stórfisk.  Það er svo magnað með urriðann á Þingvöllum að þegar menn veiða 5 punda urriða liggur við að hann sé flokkaður sem „tittur“ miðað við hvernig fiskar hafa verið að koma á land þar síðustu daga.  Það má ætla að búið sé að veiða mörg hundruð urriða úr Þjóðgarðinum sem eru um og yfir 10 pund! 

Read more “Ótrúleg urriðaveiði á Þingvöllum”

Héðan og þaðan – 18. maí

Vífilsstaðavatn
Það er mikið af fiski í Vífilsstaðavatni en gríðarlegt æti í vatninu þannig að samkeppni okkar veiðimanna er ekki auðveld.  Það mátti sjá tugi kría sveima yfir vatninu í fyrradag þegar við áttum leið um svæðið og er það vísbending um mikið æti.  Veiðimenn hafa verið að veiða talsvert af sæmilega vænni bleikju og þó nokkuð af urriða.

Read more “Héðan og þaðan – 18. maí”

Héðan og þaðan – 8. maí

Það hefur verið óvenju lítið um fréttir þessa fyrstu viku eftir að stóru vötnin, Þingvallavatn og Úlfljótsvatn opnuðu.  Það hefur verið frekar kalt en þeir hörðustu hafa þó verið iðnir við veiðar og uppskorið sæmilega vel.  Hér fyrir neðan eru smá fréttaskot úr vötnunum sem við höfum heyrt frá.   Þessi vötn henta vel á morgun en þá er Uppstigningardagur sem er almennur frídagur.
Vífilsstaðavatn

Read more “Héðan og þaðan – 8. maí”

Kuldalegar opnanir á morgun 1. maí.

 
Á morgun, miðvikudaginn 1. maí, opna flest vötnin í Veiðikortinu og er þá veiðisumarið formlega komið á fullt.  Meðal þeirra vatna sem opna eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu og má þar nefna t.d. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. 
Einnig má minna á að Elliðavatnið opnaði 25. apríl og hafa margir verið að fá væna og vel haldna urriða þar á hinum ýmsu stöðum í vatninu.

Read more “Kuldalegar opnanir á morgun 1. maí.”

Kuldalegt en fallegt veður þegar Elliðavatn opnaði í dag!

Gleðilegt sumar! 
 
Það var fallegt veður í dag þegar Elliðavatnið opnaði.  Það var frekar kalt í dag og það fraus í lykkjum á veiðistöngum veiðimanna fyrst um morguninn en stilla og fallegt veður. Það voru margir veiðimenn sem mættu í vatnið í dag þrátt fyrir kuldann.  Menn voru í raun ekki að veiða mikið en það komu þó nokkrir fallegir fiskar á land. 

Read more “Kuldalegt en fallegt veður þegar Elliðavatn opnaði í dag!”

Rólegt við opnun vatnanna.

Rólegt í opnun vatnanna.
 
Þrátt fyrir ágætis veður þá var ekki mikið að gerast í opnun vatnanna.  Vífilsstaðavatn er greinilega ekki alveg komið í gang en Meðalfellsvatn hefur verið að gefa ágætis veiði.  Höfum heyrt af nokkrum sem hafa fengið fína urriðaveiði sem og stöku bleikjur.
Það var margt um manninn við Meðalfellsvatn og nokkrir veiðimenn að fá stöku fiska.

Read more “Rólegt við opnun vatnanna.”