Rólegt í opnun vatnanna.
 
Þrátt fyrir ágætis veður þá var ekki mikið að gerast í opnun vatnanna.  Vífilsstaðavatn er greinilega ekki alveg komið í gang en Meðalfellsvatn hefur verið að gefa ágætis veiði.  Höfum heyrt af nokkrum sem hafa fengið fína urriðaveiði sem og stöku bleikjur.
Það var margt um manninn við Meðalfellsvatn og nokkrir veiðimenn að fá stöku fiska.

 
Mikeal fékk þessa þessa tvo fallegu urriða í Meðalfellsvatni 1. apríl 2013
 
Arnar Freyr Valdimarsson fékk þessa fallegu bleikju í opnun Meðalfellsvatns
á Rolluna #10 
 
Það var einnig margt um manninn við opnun Vífilsstaðavatns, en enginn fiskur kom á lands svo vitað sé.  Hér fyrir neðan má líta nokkrar myndir sem teknar voru 1. apríl 2013.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir frá veiðiferðum á netfangið veidikortid@veidikortid.is og einnig að benda á Facebook síðu okkar www.facebook.com/veidikortid þar sem veiðimenn geta sent myndir á síðuna beint frá bakkanum og fá fleiri fréttir um leið og þær gerast!
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
LS mótmælir banni við næturveiðum á Þingvöllum.
Næsta frétt
Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.