Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði

Þrátt fyrir að komið sé fram í september er ennþá hægt að veiða flestum vötnum Veiðikortsins.  Veiðimaður var á Melrakkasléttu á laugardaginn síðasta og fékk hann 3 urriða 2,5-3 pund á flugu. 
Einnig hefur heyrst af mönnum sem hafa verið að gera það gott í laxveiði í Meðalfellsvatni eins og venjan er þegar líða tekur á sumarið.  Einnig má benda á að lax gengur líka upp í Þórisstaðavatn og veiðast þar margir laxar á hverju sumri. 

Read more “Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði”

Stórurriði á svartan nobbler!

Stórurriði veiddist á Svartan Nobbler á Þingvöllum 11. júlí
Þann 11. júlí síðastliðinn fékk Kristófer Ásgeirsson glæsilegan urriðahæng á Svartan Nobble á Þingvöllum.  Fiskurinn 84 cm og vó rúmlega 12 pund. 
Það er sérstaklega gaman að heyra fréttir að því þegar menn fá slíka fiska á fluguna en flestir stórurriðarnir sem veiðst hafa í sumar hafa verið veiddir á beitu. 

Read more “Stórurriði á svartan nobbler!”

Héðan og þaðan – 20. júlí

Það er greinilegt að margir eru að ferðast innanlands í sumar.  Fleiri veiðimenn hafa a.m.k. heimsótt vötnin innan Veiðikortsins miðað við sama tíma í fyrra, a.m.k. miðað við tilfinningu veiðiréttareigenda. 
Þingvallavatnið hefur verið þétt setið og menn eru að fá fínar bleikjur, þrátt fyrir að murtan sé mikið á ferðinni.   Ef menn eru á bleikjuslóð og verða einungis varir við murtu getur verið ágætt að reyna að veiða neðar, þ.e.a.s. að láta fluguna eða agnið sökkvar dýpra.  Þá eru jafnan meiri líkur á að fá stærri kuðungableikjur.

Read more “Héðan og þaðan – 20. júlí”