Svo virðist sem að það sé mikil stemming á bökkunum í Hraunsfirði miðað við færslu á spjallaþræði á www.veidi.is
Bleikjan tekur vel en hún er dintótt og það getur þurft að skipta reglulega um flugu til að finna þá réttu.

Laxinn er að dembast inn í fjörðinn og bíða menn spenntir eftir hverri göngu og reyna við hann þegar hann gengur inn í fjörðinn.  Þess má geta að veiðimaður fékk þar lax á flugu og kemur það ekkert gríðarlega á óvart þar sem laxinn er oft í sjónfæri t.d. við grjótgarðinn. Hér má skoða frásögnina á www.veidi.is
 
 
Mynd frá Tómasi Skúlasyni úr Hraunsfirði.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Stórurriði á svartan nobbler!
Næsta frétt
Helgarferð á Skagaheiðina