Óskar Guðbrandsson og félagar veiddu vel í Kleifarvatni í gærkvöldi.  Óskar sendi okkur myndir og upplýsingar.  Gefum honum orðið:
 
"Við 3 veiðifélagar fórum í gærkvöldi í fullkomnu veiðiveðri í Kleifarvatni á Reykjanesi um kl 21:00-23:00

 
Veðrið var hið besta, enginn vindur og mild rigning í rúmlega einn og hálfan tíma.
 
Eftir u.þ.b hálftíma veiði byrjaði allt að gerast, fyrsti fiskurinn beit á um kl 21:45 og það var 3.0-4.0lbs silungur.
 
Svo komu 4 í viðbót og veiðinni lauk rétt fyrir 23:00 vegna myrkurs.
 
Hinir 4 fiskarnir voru allveg frá 1.5lbs-4.0lbs og allir fiskarnir voru veiddir á Svartann Toby.
 
Við félagarnir förum af og til í Kleifarvatnið og í gærkvöldi var það áberandi hvað vatnsmagnið í vatninu hefur minnkað…en það er kannski skiljanlegt.
 
Vonandi getið þið hent þessu inn í fréttir..því að það er ekki búið að vera mikil veiði þarna í vatninu….en mikið var lífið í gærkvöldi 08.26.09
 
Takk fyrir,
 
Óskar (sem að skrifar), Tómas og Hjörleifur"
 
Með 4 myndir…fyrsta er af aflandum…önnur mynd af Hjörleifi veiði-meistara..þriðja af Tómasi og svo seinasta af mér Óskari  "
 
Fallegur afli úr Kleifarvatni 26. ágúst 2009
 
Hjörleifur með fína urriða
 
Tómas með tvo urriða.
 
Óskar Guðbrands með glæsilegan urriða.
 
Við þökkum Óskari kærlega fyrir textann og myndirnar og hvetjum um leið veiðimenn til að senda okkur bæði fréttir og "ekki" fréttir á veidikortid@veidikortid.is
 
Með bestu kveðju,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði
Næsta frétt
Stórurriði á svartan nobbler!