Frábær veiði fyrir austan!

Sigurberg og félagar fóru "vatnaveiði" hringinn eins og í fyrra.  Þeir fóru suðurleiðina og byrjuðu í Þveit.  Þar var mikið líf og fengu þeir um 30 fiska, frekar smá en þar var urriði, bleikja sem og nýgenginn sjóbirtingur í aflanum, þannig að hann er mættur á svæði!  Það er mjög mikið líf í Þveit og hentar það sérstaklega vel fyrir unga veiðimenn þar sem ekki þarf að vaða til að komast í fisk.  Þegar þeir voru að fara var maður að hefja veiðar með tvo unga veiðimenn með sér og voru þeir ekki lengi að setja í fiska! 

Read more “Frábær veiði fyrir austan!”

Héðan og þaðan

Nú leikur veðrið við landsmenn og veiðimenn duglegir að stunda vatnaveiðina.  Margir hafa verið að fá fína veiði síðustu daga.  Einnig er margt spennandi framundan eins og Veiðidagur fjölskyldunnar þann 27. júní nk sem og Fluguveiðinámskeið á Þingvöllum  þann sama dag kl. 16.00.  Enn er laust pláss á námskeiðið og þurfa menn að skrá sig fyrirfram.

Read more “Héðan og þaðan”

Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang.

Okkur hafa borist fréttir héðan og þaðan af vatnasvæðum Veiðikortsins.
Bleikjan virðist vera komin í Hraunsfjörð og vekur það upp mikla gleði hjá þeim sem stunda lónið og hafa verið að bíða eftir bleikjunni.  Einnig hefur lax sést stökkva í lóninu.  Ætla má að margir skelli sér í Hraunsfjörðinn um helgina og við bíðum spenntir eftir frekari fréttum og myndum þaðan.  

Read more “Héðan og þaðan – vötnin að hrökkva í gang.”

Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.

Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.
Við höfum fengið margar góðar fréttir af aflabrögðum á Þingvöllum síðustu daga.  Menn hafa verið að fá allt að 20 punda urriðum og bíðum við eftir myndum til að geta sýnt frá því.  Einnig er búið að vera líflegt í Úlfljótsvatni, en við fengum fréttir frá veiðimanni sem fékk tvo 4 punda urriða og einn 8 punda urriða þar á Toby seinnipartinn 6. maí.

Read more “Þingvellir – Krókur og Krókur á móti bragði.”