Bleikjan tekur vel í sumarblíðunni!
Nú má segja að sumarið sé komið og lífríkið í vötnum landsins komið á fulla ferð. Margir veiðimenn voru mættir í blíðuna á Þingvöllum og Úlfljótsvatn í gær.
Úlfljótsvatn komið í gang!
Mikið líf hefur verið í Úlfljótsvatni og hafa veiðimenn bæði verið að fá fallegar bleikjur og fína urriða. Það er ánægjulegt að heyra af góðri bleikjuveiði í Úlfljótsvatni núna, en oft fer bleikjuveiðin ekki á fullt í Úlfljótsvatni fyrr en um miðjan júní.
Hátíðarstemning í veiðivöruverslunum um helgina!
Það verður nóg um að vera um helgina og tilvalið fyrir veiðimenn að kíkja í veiðivöruverslanirnar og birgja sig upp fyrir sumarið og njóta. Veiðihornið verður með Sumarhátíð Veiðihornsins, Veiðiflugur með Veiðimessu og Veiðivon með Simms og Scott daga.
Read more “Hátíðarstemning í veiðivöruverslunum um helgina!”
Opið bréf til Þingvallanefndar frá LS.
Góð bleikjuveiði í Þingvallavatni
Bleikjuveiðin er komin í gang á Þingvöllum. Eiður Valdemarsson hefur verið duglegur að skjótast í vötnin nálægt borginni og fór hann á Þingvelli í morgun til að reyna við bleikjuna.
Char fishing at Lake Þingvellir
Now the char is showing up in more volume every day. Eidur Valdemarsson went to lake Þingvellir this morgning and was very happy with the result since he got many nice chars.
Héðan og þaðan – 23. maí
Veiði hefur farið vel af stað í vötnum Veiðikortsins. Veður hefur verið gott, eða a.m.k. mun betra heldur en í fyrra og fiskur kominn á hreyfingu í leit að æti.
Veiði hafin í Vestmannsvatni.
Þá er búið að opna Vestmannsvatn fyrir veiðimönnum, en það er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014. Vestmannsvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og talið eitt af skemmtilegustu veiðivötnum norðan heiða.
Góð veiði í Elliðavatni – nokkur ráð frá veiðimanni.
Read more “Góð veiði í Elliðavatni – nokkur ráð frá veiðimanni.”