Risa sjóbirtingur úr Þveit!

Rene Bärtschi er svissneskur veiðimaður sem hefur dálæti af því að koma til Íslands og veiða. Hann var við veiðar í hálfan mánuði í júní og veiddi í vötnunum fyrir austan, Skriðuvatni, Urriðavatni og Þveit og veitt vel í þessum vötnum.

Það brá svo til tíðinda þann 14. júní þegar hann var við veiðar í Þveit að hann fékk boltasjóbirting sem var 95 cm að lengd og er það sennilega stærsti fiskur sem við höfum haft spurnir af úr vatninu. Hann fékk 10 birtinga/urriða til viðbótar sem voru 45-65 cm en sjógengt er í Þveit og því veiðist talsvert af sjóbirtingi þar á hverju ári auk staðbundins fisk.  

Fyrir utan þennan risafisk þá kíkti hann þrisvar í Skriðuvatn og fékk þar 5 urriða frá 52cm upp í 66cm.  Einnig fékk hann 10 bleikjur í Urriðavatni sem voru um 45cm að lengd.

Read more “Risa sjóbirtingur úr Þveit!”

Skagaheiðin í blóma

Félagarnir Elías Pétur Þórarinsson og Óskar Bjarnason skelltu sér á Skagaheiðina um síðustu helgi. Þar iðaði allt af lífi, bæði nóg af fiskum og flugum. Þeir félagarnir fengu marga fiska í blíðviðrinu enda óhætt að segja að Skagaheiðin sé paradís á jörð í góðu veðri.

Read more “Skagaheiðin í blóma”