Á morgun, 20. apríl hefst formlega fluguveiðitímabilið í þjóðgarðinum en það stendur yfir frá 20. apríl – 1. júní.   Aðeins er heimilt að veiða með flugu og með flugustöng auk þess sem öllum veiddum urriða skal sleppt aftur.  Það er því ekki heimilt að veiða í þjóðgarðinum með kaststöng fyrr en 1. júní.

Vorveiðin í Þingvallavatni er einn besti tíminn í vatninu til að reyna við stórurriðann sem getur verið allt að 20 pund að þyngd auk þess sem sílableikjan fer á stjá á þessum tíma.

Ath. að gróður er viðkvæmur á þessum tíma og við biðlum til veiðimanna að ganga vel um svæðið.

Við minnum veiðimenn á rafræna veiðiskráningu sem þú getur skrá með því að smella hér.

Einnig viljum við minna á Þingvallabæklinginn sem gefinn var út af Arkó og Nielsen veiðivörum fyrir allmörgum árum en hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um veiði og veiðistaði í vatninu.

 

Góða skemmtun!

Veiðikortið

 

Fyrri frétt
Elliðavatn opnar fyrir veiði á morgun – sumardaginn fyrsta!
Næsta frétt
Meðalfellsvatn opnaði fyrir veiði í dag!