Risadagur í dag, 1. maí

Þeir eru margir veiðimennirnir sem horfa á 1. maí sem fyrsta veiðidaginn og byrja ekkert að veiða fyrr en sá dagur rennur upp.

Vorið hefur verið mjög hlýtt og gott og við höfum orðið vitni að snemmbúnu flugnaklaki síðustu daga. Veiðin hefur gengið mjög vel í þeim vötnum sem þegar hafa opnað fyrir veiði. Þá má því ætla að það sé langt síðan sumarið hafi farið jafn vel af stað og í ár.

Það eru fjölmörg vötn í Veiðikortinu sem opna ekki fyrir veiði fyrr en 1. maí en fyrir neðan er listi yfir þau vötn:

Vötn sem opna í maí

Vatn Opnar Lokar
Arnarvatn á Melrakkasléttu 1.maí 30.sep
Haugatjarnir í Skriðdal 1.maí 30.sep
Haukadalsvatn í Haukadal 1.maí 30.sep
Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu 1.maí 30.sep
Kleifarvatn í Breiðdal 1.maí 30.sep
Laxárvatn 1.maí 30.sep
Mjóavatn í Breiðdal 1.maí 30.sep
Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns 1.maí 20.sep
Sænautavatn á Jökuldalsheiði 1.maí 20.sep
Úlfljótsvatn – Vesturbakkinn 1.maí 30.sep
Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði 1.maí 20.sep
Æðarvatn á Melrakkasléttu 1.maí 30.sep

Einnig viljum við minna veiðimenn á að skrá allan afla rafrænt með því að fara á vefslóðina: veidikortid.is/veidiskraning

Kæru veiðimenn, vonandi eigið þið góðan dag við vötnin á þessum baráttudegi verkalýðsins.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Þingvallavatn opnar fyrir fluguveiði á morgun!

Á morgun, 20. apríl hefst formlega fluguveiðitímabilið í þjóðgarðinum en það stendur yfir frá 20. apríl – 1. júní.   Aðeins er heimilt að veiða með flugu og með flugustöng auk þess sem öllum veiddum urriða skal sleppt aftur.  Það er því ekki heimilt að veiða í þjóðgarðinum með kaststöng fyrr en 1. júní.

Vorveiðin í Þingvallavatni er einn besti tíminn í vatninu til að reyna við stórurriðann sem getur verið allt að 20 pund að þyngd auk þess sem sílableikjan fer á stjá á þessum tíma.

Ath. að gróður er viðkvæmur á þessum tíma og við biðlum til veiðimanna að ganga vel um svæðið.

Við minnum veiðimenn á rafræna veiðiskráningu sem þú getur skrá með því að smella hér.

Einnig viljum við minna á Þingvallabæklinginn sem gefinn var út af Arkó og Nielsen veiðivörum fyrir allmörgum árum en hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um veiði og veiðistaði í vatninu.

 

Góða skemmtun!

Veiðikortið