Sumarið er að bresta á og veiðimenn fagna sumri í Elliðavatni á morgun, sumardaginn fyrsta.

Það er fín veðurspá fyrir morgundaginn, léttskýjað með hugsanlegum dropum seinnipartinn og hiti frá 7-13° yfir daginn. Þetta ættu að vera kjöraðstæður fyrir veiðiskap og því tilvalið að fjölmenna og fagna sumarkomunni við Elliðavatnið.

Minnum veiðimenn á vinsamleg tilmæli um að sleppa aftur veiddum laxi í sumar og að sjálfsögðu er mjög mikilvægt að sleppa niðurgöngulaxi (hoplaxi) sem gæti veiðst í vatninu í apríl en hægt er að þekkja þá að því að þeir eru jafnan mjög grannir.

Einnig viljum við minna á að aðeins er heimilt að veiða í Hólmsá á flugu og veiðibann er í Suðurá sem rennur út í Helluvatn.


Hér fyrir ofan er mynd af Ásgeiri, syni hans og Aðalsteini en þeir hafa jafnan verið mættir fyrstir á bakkann við opnun og oftast fengið fyrsta fiskinn úr vatninu ár hvert.  Í fyrra var frekar kalt á sumardaginn fyrsta og fáir veiðimenn við veiðar. Það má búast við mun fleiri veiðimönnum á morgun enda veðurspáin mjög góð.

Hér er hlekkur á upplýsingasíðu vatnsins.

Hér er hlekkur á veiðiskráninguna.

Þeir sem eru ekki ætla að kaupa Veiðikortið geta keypt stakan dag hér.

Gleðilegt sumar!

Veiðikortið

Fyrri frétt
Risadagur í dag, 1. maí
Næsta frétt
Þingvallavatn opnar fyrir fluguveiði á morgun!