Nú eru vötnin heldur betur lifnuð við.  Margir hafa lagt leið sína í vötnin síðustu daga og er bleikjan farin að taka við sér.  Eitthvað er ennþá að veiðast í vötnunum af urriða, þrátt fyrir að það hafi heldur dregið úr því.  Menn hafa verið að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni svo dæmi séu tekin.  Nú er bleikjan að taka völdin!

Úlfljótsvatn:
Ríkarður Hjálmarsson og sonur hans Jón Hugi áttu eftirminnilegan dag í Úlfljótsvatni 17. júní, en Jón Hugi, ungur og efnilegur veiðimaður hefur verið að æfa sig í fluguveiði upp á síðkastið og er greinilega genginn á bragðið.  Nú vill hann bara veiða á flugu, enda landaði hann nokkrum fallegum bleikjum á sjálfan þjóðhátíðardaginn.  Hér koma nokkrar myndir:
 
Jón Hugi með eina á í Úlfljótsvatni 17. júní.
 
 
 
 
Nóg var að bleikjunni 17. júní. 
 
Fallegar bleikjur úr Kirkjuvíkinni.
 
Þingvallavatn:
Lárus skellti sér í Þingvallavatnið þann 11. júní og veiddi milli klukkan 19-22.  Hann fékk tvær fallegar bleikjur, stærri bleikjuna u.þ.b. 3 pund veiddi hann á á fluguna Ölmu Rún og minni bleikjuna á stærri flugu sem er eftirlíking af kuðung.  Þessar flugur er hægt að fá í öllum veiðivöruverslunum.
 
Falleg kvöldveiði hjá Lárusi í Þingvallavatni 11. júnií 2009.
 
 
Jón Viktor fékk þennan fallega 9 punda urriða í Þingvallavatni 12. júní á Íslandsspúninn.

Jón Viktor skákmeistari, er líka öflugur veiðimaður og krækti í þenna 9 punda urriða í Þingvallavatni 12. júní.
 
 
Hraunsfjörður:
Margir hafa lagt leið sína í Hraunsfjörð og þar iðar allt af lífi.  Síðustu daga komst reyndar upp um veiðimenn sem höfðu lagt net í Hraunsfjörður og var lögreglu tilkynnt um verknaðinn.  Veiðimenn voru ekki á staðnum, en málið er í skoðun.  
Anna Margrét fór á húsbílnum sínum (Veiðiskreppi)og veiddi nokkrar bleikjur í fallegu veðri.  Ekki leiðinlegt að eiga veiðihús á hjólum og geta flakkað á milli veiðivatna og haft það notarlegt.  Hér koma nokkrar myndir sem Anna Margrét sendi okkur
 
 
 
 
 
Flotti matfiskar!
 
 
Fallegt í Hraunsfirði.
 
Við þökkum veiðimönnum kærlega fyrir myndirnar og hvetjum enn og aftur veiðimenn til að senda okkur veiðiskýrslur sem og myndir eða fréttir af veiði.
 
Bestu kveðjur og góða helgi!
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fallegur Þingvallaurriði!
Næsta frétt
Héðan og þaðan síðustu daga!