19 punda urriði úr Þingvallavatni!
Það virðist vera sem urriðastofninn sé að styrkjast og fréttir berast af mörgum stórurriðanum sem veiðst hefur nú í sumar. Guðmundur Jónasson skellti sér í Þingvallavatnið um síðustu helgi og var hann ánægður með afraksturinn, en hann veiddi stórglæsilegan 19 punda urriða.