Stökkvandi fiskar, frábært veður og bullandi veiði. Meðalfellsvatn 20. apríl !
Það er búið að vera líf og fjör við Meðalfellsvatn í dag.  Nokkrir fallegir sjóbirtingar hafa fengist í dag.  Það eru góðar fréttir að menn séu að fá fallega sjóbirtinga á þessum tíma.  Einnig hefur veiðst mikið af hoplaxi sem var að sjálfsögðu sleppt.  Urriðinn hefur verið duglegur að taka.

Margir öflugir veiðimenn voru í vatninu og má þar nefna Sigga Má, Hjörleif í Veiðihorninu, Cezary og fleiri.  Þeir fengu allir frábæra veiði og væna sjóbirtinga.
Cezary fékk mikið af hoplaxi, 6 sjóbirtinga um 5 pund og um 20 urriða á bilinu 1-3 pund.  Sannkölluð veisla.
 

Siggi Már fékk þennan í dag!
 

Hjörleifur fékk þennan – 3 kíló!
 

Cezary fékk þennan!  Flottur birtingur.
 
Verið að sleppa hoplaxi. Mynd Cezary

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þveit – fín veiði í gangi
Næsta frétt
Meðalfellsvatn – Fréttir