


Skagaheiði gefur vel!
Skagaheiðin virðist fara vel af stað. Sumarið byrjaði í fyrra fallinu á heiðinni og má segja að óvenju gott ástand sé á heiðinni. Við heyrðum í staðarhaldara og hafa óvenju margir veiðimenn lagt leið sína á heiðina í júnímánuði, en oft er ekki fært þangað fyrir en líða tekur á júnímánuð.

Bleikjuveisla við Þingvallavatn
Veiðimenn hafa verið duglegir að veiða bleikjuna í Þingvallavatni síðustu daga og hefur veiðin verið óvenju góð. Mikið af vænni bleikju hefur verið að koma á land og á það einnig við um Úlfljótsvatn en þar er einnig búið að vera frábær veiði.

Héðan og þaðan – Bleikjan komin aftur!
Það er búið að vera frábær veiði í vötnunum síðustu daga og vikur. Hér stiklum við á nokkrum fréttum frá nokkrum vötnum sem eru í Veiðikortinu. Hvetjum veiðimenn einnig til að senda okkur fleiri fréttir.

Sléttuhlíðarvatn og Hraunsfjörður
Veiðimenn hafa séð mikið af fiski síðustu daga í Hraunsfirði og Sléttuhlíðavatni. Fiskurinn í Hraunsfirði er þó ekki alltaf í tökustuði en það var hann í gær og var nóg um að vera. Við höfum frétt af fallegum bleikjum þaðan í gær alveg upp í 5 pund!
Veiðikeppnin litla – ertu með lið?
SVFR, Veiðihornið og Veiðikortið efna til Veiðikeppninnar litlu um næstu helgi. Keppnin fer fram í þremur vötnum, í Elliðavatni, Þingvallavatni og Vífilsstaðavatni dagana 13. -15. júní.

Bleikjan tekur vel í sumarblíðunni!
Nú má segja að sumarið sé komið og lífríkið í vötnum landsins komið á fulla ferð. Margir veiðimenn voru mættir í blíðuna á Þingvöllum og Úlfljótsvatn í gær.

Úlfljótsvatn komið í gang!
Mikið líf hefur verið í Úlfljótsvatni og hafa veiðimenn bæði verið að fá fallegar bleikjur og fína urriða. Það er ánægjulegt að heyra af góðri bleikjuveiði í Úlfljótsvatni núna, en oft fer bleikjuveiðin ekki á fullt í Úlfljótsvatni fyrr en um miðjan júní.

Hátíðarstemning í veiðivöruverslunum um helgina!
Það verður nóg um að vera um helgina og tilvalið fyrir veiðimenn að kíkja í veiðivöruverslanirnar og birgja sig upp fyrir sumarið og njóta. Veiðihornið verður með Sumarhátíð Veiðihornsins, Veiðiflugur með Veiðimessu og Veiðivon með Simms og Scott daga.
Read more “Hátíðarstemning í veiðivöruverslunum um helgina!”