Skagaheiðin virðist fara vel af stað.  Sumarið byrjaði í fyrra fallinu á heiðinni og má segja að óvenju gott ástand sé á heiðinni.  Við heyrðum í staðarhaldara og hafa óvenju margir veiðimenn lagt leið sína á heiðina í júnímánuði, en oft er ekki fært þangað fyrir en líða tekur á júnímánuð.

Lárus Óskar og félagar fara á Skagaheiði á hverju ári og fáum við ávallt upplýsingar um stöðu mál og frá þeim félögum.  Gefum Lárusi orðið og fyrir neðan koma myndir úr túrnum.

 
"Við félagarnir vorum að koma enn eitt árið ofan af Skagaheiði.  Vorum 5 saman og gistum í öðrum veiðikofanum sem er þarna uppfrá.  Fengum frábært veður þessa 3 daga sem við vorum þarna ( 13- 15 júní ).  Við ákváðum að prufa 2 vötn í þessari ferð sem við höfðum ekki farið í áður, Andavatn og Selvatn.  Andavatn gaf okkur fína fiska, bæði bleikju og urriða en Selvatn kom á óvart og gaf okkur marga 2  punda urriða.  En flestir fiskarnir okkar voru teknir í Ölvesvatni og Fossvatni.  Enduðum með ca 170 fiska sem er einskonar aflamet hjá okkur félögunum, enda veðrið frábært og ekki hægt að gera neitt annað en að veiða þann tíma sem við vorum þarna.
 
Læt nokkrar myndir fylgja með 🙂
 
Kv. Lalli, Össi, Kalli, Maggi og Sigurgeir  "
 
Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir að senda okkur fréttir af heiðinni og fyrir myndirnar hér fyrir neðan!
 
 
 
 
 
 
 
 
Það hefur greinilega verið gaman hjá þeim félögum á heiðinni í ár.  Við vekjum athygli veiðimanna á því að það er takmarkaður fjöldi stanga á svæðinu og þarf að láta vita af sér með fyrirvara.  Einnig er hægt að leigja hús upp á heiði. 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðidagur fjölskyldunnar 29. júní!
Næsta frétt
Bleikjuveisla við Þingvallavatn