Veiðimenn hafa séð mikið af fiski síðustu daga í Hraunsfirði og Sléttuhlíðavatni.  Fiskurinn í Hraunsfirði er þó ekki alltaf í tökustuði en það var hann í gær og var nóg um að vera.  Við höfum frétt af fallegum bleikjum þaðan í gær alveg upp í 5 pund!  

Tomasz Borek kíkti í Hraunfjörðinn í gærkvöldi og fékk hann 18 fiska.  Hann fékk tvo sem voru 45 cm og aðrir voru smærri.  Þeir tóku grimmt straumfluguna Mickey Finn.  Það var mikið líf i hitanum og fiskar að vaka á fullu.  


Hér er 45 cm sjóbirtingur sem Tomasz fékk í Hraunsfirði í gærkvöldi (9. júní) á straumfluguna Miceky Finn.   mynd/Tomasz Borek

 

Sléttuhlíðarvatn er vatn sem gefur einhvern veginn alltaf vel. Valþór Söring Jónsson fór ásamt tveimur veiðifélögum sínum í Sléttuhlíðarvatnið 29. maí og veiddu þeir í saman 46 fiska á aðeins þremur tímum og veiddu þeir aðallega á spinner spúna.  Þeir voru að sjálfsögðu ánægðir með þessa fínu veiði og kíktu aftur laugardaginn 31. júní og þá fengu þeir 41 fisk.  Það er sem sagt mikið líf í Sléttuhlíðarvatni og má segja að vatnið henti mjög vel sem fjölskylduveiðivatn þar sem nóg er um að vera í veiðinni!


Hér má sjá aflann hjá þeim félögum úr Sléttuhlíðarvatni frá 29. maí.    mynd/Valþór

 

Við þökkum fyrir fréttirnar og hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir og aflatölur úr fleiri vötnum!

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Héðan og þaðan – Bleikjan komin aftur!
Næsta frétt
Veiðikeppnin litla – ertu með lið?