Baulárvallavatn – botnlaus veiði!

Sigurður Valdimar Steinþórsson, veiðifélaginu Murtunni, kíkti í Baulárvallavatnið í gær.

Það var logn og 10° hiti og fiskur að vaka um allt vatn.  Hann notaði mýpúpur, óþyngdar, og var í nánast botnlausri töku.

 


 


Góður matfiskur.  Meira var um bleikju en urriða.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið
 

 

Hítarvatn – greiðfært upp að stíflu.

Við höfum fengið fyrirspurnir varðand stöðu mála við Hítarvatn. Veið könnuðum málið hjá Finnboga, bónda í Hítardal, og hann tjáði okkur að vegurinn upp að stíflunni sé nýheflaður og greiðfær, en vegurinn austurfyrir hraun er illfær. Auðvelt er því að komast að vatninu stíflumegin (þar sem gangnamannahúsið er) og ef menn vilja veiða í hrauninu er hægt að ganga ef menn treyst ekki bílum sínum austur fyrir hraun.

Read more “Hítarvatn – greiðfært upp að stíflu.”

Skyndilokun á urriðaveiðum með beitu

Hér fyrir neðan er tilkynning frá Þingvallanefnd varðandi urriðaveiðar í landi þjóðgarðsins.
____
Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.

No bait fishing until 15th of June in the National Park.

Since that the month of May has been the coldest in decades, the Þingvellir National Park Commitee announced today that it has to delay the bait fishing season until 15th of June, instead of 1st of June that was formally announced.
 
So there will only be fly fishing allowed in lake Þingvallavatn until 15th of June and all brown trout must be release back in the lake.
 
We hope that fishermen show this decision understanding for the sake of the brown trout.
 
 
Tight lines,
 
Veiðikortið