


Vatnaveiði árið um kring – flott veiðibók komin út!

Bleikjan seinna á ferðinni eins og sumarið!
Nú er sá tími sem ætti að vera mjög góður fyrir bleikjuna á Þingvöllum. Svo virðist sem bleikja sé eitthvað seinna á ferðinni rétt eins og sumarið og kannski ekkert óeðlilegt við það miðað við hvernig veðurfarið hefur verið.

Laxinn er mættur í Hraunsfjörðinn!
Tomasz Borkowski kíkti í Hraunfjörðinn fyrir fáeinum dögum. Hann veiddi fyrsta laxinn sem við fréttum af úr Hraunsfirðinum í sumar, 82 cm fiskur.

Baulárvallavatn – botnlaus veiði!
Sigurður Valdimar Steinþórsson, veiðifélaginu Murtunni, kíkti í Baulárvallavatnið í gær.
Það var logn og 10° hiti og fiskur að vaka um allt vatn. Hann notaði mýpúpur, óþyngdar, og var í nánast botnlausri töku.
Góður matfiskur. Meira var um bleikju en urriða.
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
Hítarvatn – greiðfært upp að stíflu.
Við höfum fengið fyrirspurnir varðand stöðu mála við Hítarvatn. Veið könnuðum málið hjá Finnboga, bónda í Hítardal, og hann tjáði okkur að vegurinn upp að stíflunni sé nýheflaður og greiðfær, en vegurinn austurfyrir hraun er illfær. Auðvelt er því að komast að vatninu stíflumegin (þar sem gangnamannahúsið er) og ef menn vilja veiða í hrauninu er hægt að ganga ef menn treyst ekki bílum sínum austur fyrir hraun.

Kleifarvatn í góðum gír!
Eftir nokkur frekar róleg ár í Kleifarvatni virðist það vera að taka hressilega við sér. Svo virðist sem seiðasleppingar séu að skila sínu og virðist vera mikið af 5-8 punda urriðum í vatninu.
Skyndilokun á urriðaveiðum með beitu
No bait fishing until 15th of June in the National Park.

Kleifarvatn – Fallegur urriði!
Miroslav Sapina skellti sér í Kleifarvatn á Reykjanesi í gær og fékk þennan glæsilegan 8 punda urriða úr í gær.
Fiskurinn tók fluguna Black Ghost Sunburst með keilu nr. 8. Hann fékk fiskinn undir Vatnshlíðinni.