Hér fyrir neðan er tilkynning frá Þingvallanefnd varðandi urriðaveiðar í landi þjóðgarðsins.
____
Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á urriðastofninum í Þingvallavatni undanfarin ár og hætt er við því að stórt skarð yrði höggið í stofninn ef beitiveiði myndi hefjast þar 1. júní.  Ekki bætir úr skák að bleikjan er einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnun landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.
 
Skyndilokun á urriðaveiði með beitu fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum gildir til 15. júní. Aðeins er heimilt að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt.
 
Þjóðgarðsvörður
____
 
 
Við fögnum þessari ákvörðun Þingvallanefndar enda urriðanum til heilla.
 
Með von um að veiðimenn taki þessari ákvörðun af skilningi og jákvæðni.
 
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kleifarvatn í góðum gír!
Næsta frétt
Kleifarvatn – nice trout!