Við höfum fengið fyrirspurnir varðand stöðu mála við Hítarvatn. Veið könnuðum málið hjá Finnboga, bónda í Hítardal, og hann tjáði okkur að vegurinn upp að stíflunni sé nýheflaður og greiðfær, en vegurinn austurfyrir hraun er illfær. Auðvelt er því að komast að vatninu stíflumegin (þar sem gangnamannahúsið er) og ef menn vilja veiða í hrauninu er hægt að ganga ef menn treyst ekki bílum sínum austur fyrir hraun.

Nokkrir veiðimenn hafa mætt á svæðið þrátt fyrir að veðrið hafi ekki gott og þeir sem hafa farið til veiða hafa veitt ágætlega.

Hítarvatn opnaði formlega um síðustu helgi og ættu skilyrði að vera góð þar á næstu dögum og vikum.  Gaman væri að heyra frá veiðimönnum sem ætla að leggja leið sína í vatnið á næstu dögum varðandi fréttir og jafnvel myndir.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Baulárvallavatn – botnlaus veiði!
Næsta frétt
Kleifarvatn í góðum gír!