Rígvæn bleikja
Aron Jarl Hillers skellti sér í þjóðgarðinn á Þingvöllum og fékk þennan fallega bleikjuhæng þar í fyrradag. Fiskurinn var 58 sm og tók hann Svartan kuðung #12. Bleikjan fékk síðan að synta aftur í vatnin að myndatöku lokinni enda á þessi hængur eflaust eftir að sinna ýmsum fiskiræktarmálum áður en vetur gengur í garð.