Það er sannkallaður draumatími silungsveiðimanna um þessar mundir. Bleikjan er komin nær landi og urriðinn farinn að færast nær landi þegar skyggja fer. 

Veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði úr Þingvallavatni síðustu daga í blíðunni. Björn Vigfús Metúsalemsson og Atli Bess Reynisson áttu frábæra vakt þar í morgun og lönduðu fallegum bleikjum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.


Björn Vigfús með fallega bleikju sem hann veiddi í morgun.


Atli Bess með flottan morgunafla.

 

Það má segja að flest veiðivötnin séu í algjörum blóma núna um þessar mundir og því tilvalið fyrir veiðimenn að nýta þennan fyrri hluta ágústmánaðar vel. 

Hraunsfjörður er farinn að gefa sæmilega og mikið af fiski í lóninu og einnig höfum við heyrt frá veiðimönnum sem hafa fengið fína veiði í Hítarvatni og Kleifarvatni á Reykjanesi.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Svínavatn í Húnavatnssýslu
Næsta frétt
Úlfljótsvatn: Hluti veiðisvæðist lokað vegna skátamóts.