Svínavatn í Húnavatnssýslu er gjöfult og aðgengilegt veiðivatn skammt frá Blönduósi. 

Nokkrir vaskir ungir veiðimenn kíktu í vatnið í landi Reykja um verslunarmannahelgina og fengu fína silunga á skömmum tíma á spún. Það er mikið af fiski í vatninu og þægileg aðkoma.

Veðrið var virkilega fallegt, bjart og nokkuð slétt. Það er mikið af urriða í vatninu og hentar það því sérstaklega vel fyrir ungu kynslóðina enda nokkuð grunnt við bakka og að öllu leyti mjög aðgengilegt. Einnig er tilvalið fyrir veiðimenn sem eru á norðurleið að stoppa við vatnið og njóta fegurðarinnar þar, fiskana og jafnvel hægt að laumast í sund á Hótel Húnavöllum í leiðinni.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af ungum veiðidömum sem veiddu vel.

 


Hér er Jóhanna Karen Haraldsdóttir með glæsilegan urriða sem hún veiddi á spún frá landi.

 


Hér er Arna Magnúsdóttir með fallega veiði sem hún fékk af bát á spún.

 


Hér er Andrea Líf Líndal með tvo fína urriða sem hún veiddi af bát og Eva Lind stillir sér upp með henni á þessari mynd.

 

Það er því óhætt að mæla með Svínavatni fyrir fjölskyldur sem eru að leita að spennandi vatnasvæði fyrir alla fjölskylduna með góðri veiðivon.

 

Með von um að veiðimenn hafi haft það gott um nýliðna verslunarmannahelgi,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fín bleikjuveiði úr Þingvallavatni
Næsta frétt
Hörku bleikjuveiði úr Þingvallavatni