Bo Agersten kíktí í Baulárvallarvatnið í fyrsta skipti í gær.  Þar fékk hann sína fyrstu urriða og hér fyrir neðan eru myndir frá honum, fiskunum og spúninum sem urriðarnir féllu fyrir, en fiskunum var sleppt aftur.

Vatnið hefur verið að gefa nokkuð vel í sumar en við höfum heyrt frá nokkrum veiðimönnum sem hafa farið þangað í sumar og hefur þeim gengið almennt mjög vel. Nú þegar aðeins er farið að skyggja á kvöldið er væntanlega meiri líkur á því að stórurriðinn í vatninu fari að flækjast meira nær landi þannig það er um að gera að kíkja í Baulárvallavatn og kanna málin.

 


Bo Agersten við Baulárvallaatn í gær.


Hér eru myndir af fyrstu tveimur urriðinum sem Bo veiðir.

 


Hér er mynd af spúninum sem urriðinn féll fyrir.

 

Við þökkum Bo fyrir að deila þessu með okkur. 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sala 10000
Næsta frétt
Hraunfjörður og Baulárvallavatn. Woolly Bugger?