Michael Murphy er írskur veiðimaður sem er farinn að koma reglulega til Íslands þar sem hann sameinar áhugamálin sín, fjallgöngu og fluguveiðar. Í fyrra fór hann á Vestfirði og veiddi meðal annars í Syðridalsvatni en nú var ferðinni heitið á Snæfellsnes.

 

Í síðustu viku varð úr því að hann skellti sér á Snæfellsnesið, gekk  og veiddi í Hraunsfirði og Baulárvallavatni. Hann upplifið þar algjöra sæludaga, veiddi vel af bleikju og urriða í Hraunsfirði og fékk 8 urriða í Baulárvallavatni á tveimur klukkustundum. Í Hraunfirði tæmdi hann nánast boxið sitt af svörtum/grænum og appelsínugulum wooly buggers flugum. Þar veiddi hann 4 urriða, 3 sjóbirtinga og 6 bleikjur auk þess sem hann missti fjölmarga og sleit í nokkrum og einum vel vænum!

 

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem hann sendi okkur. Einnig var hann yfir sig hrifinn af Stykkishólmi og endaði ferðina með dýrindi kvöldverði þar. Svæðið í heild sinni fékk toppeinkunn hjá honum og stefnir hann ótrauður á það að koma aftur að ári.

 


Fallegur urriði úr Hraunsfirði um 0,75 kg. Hann fékk 

 


Fallegur urriði úr Baulárvallavatni sem féll fyrir Wolly bugger frá Michael. Hann fékk 8 fiska þar á tveimur tímum að svipaðri stærð eða um 0,5 kg.

Hér má sjá óljósa mynd af flugunni sem virkaði svo vel í Hraunsfirði og Baulárvallavatni.

 


Ein af 4 bleikjum sem Michael veiddi í Hraunsfirði. Þessi var um 1,5 kg. Hinar 3 voru smærri.

 


Einn til viðbótar.

 

Það mætti því alveg mæla með að veiðimenn kynntu sér Woolly bugger straumfluguna, en hún svipar til Nobblers líkt og við notum.

Svart með grænu og Gult með rauðu var áberandi góðar litablöndur í flugurnar hjá Michael. 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Baulárvallavatn – fyrsti og annar!
Næsta frétt
Hörku bleikjuveiði í Kleifarvatni á Reykjanesi