Vestmannsvatn

Vestmannsvatn – Eitt skemmtilegast vatnið á Norðurlandi.  

 

Staðsetning:      Hnit: 65° 47,570’N, 17° 25,472’W

Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er um 2.4 km2 að flatarmáli og um þriggja metra djúpt að meðaltali.  Mesta dýpi er um 10 m. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.

Fjarlægð er um 455 km frá Reykjavík og er staðsett um 26 km suður af Húsavík.  Vatnið liggur við þjóðveg nr. 845.
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil í öllu vatninu.  Bannað er að veiða 100 m frá ósnum þar sem Reykjadalsá rennur í vatnið sem og þar sem rennur úr vatninu í Eyvindarlæk.  
 

Gisting:

Mikil ferðaþjónusta er í nágrenninu þar sem hægt er að kaupa tjaldstæði eða aðra gistingu.   Tjaldstæði og veitingar má m.a. finna hjá Dalakofanum, www.dalakofinn.is
 

Veiði:

Í vatninu er aðallega bleikja og urriði, auk einstakra laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri.  Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna.
 

Daglegur veiðitími:

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
 

Tímabil:

Veiðitímabil hefst 15. maí og því lýkur 30. september.
 

Agn:

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags.  Jöfn og góð veiði er þó yfir daginn.
 

Annað:

Á bakka vatnsins er Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn, þar rekur þjóðkirkjan sumar­búðir fyrir börn.
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig hjá Dalakofanum (Laugum) og sýna þar nauðsynleg skilríki. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Vatnið og umhverfi þess er friðland og er lausaganga hunda bönnuð á svæðinu.
 

Tengiliður á staðnum:

Veitingastaðurinn Dalakofinn S: 464-3344.
 
{pgsimple id=13|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
{weather 5}


View Larger Map

Æðarvatn á Melrakkasléttu

Staðsetning: 

Hraunhafnarvatn, Æðarvatn og Arnarvatn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu. 
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:

Hraunhafnarvatn er stærsta vatnið á Melrakkasléttu eða 3,4 km2.  Vatnið er dýpst um 4 m. og er í 2m. hæð yfir sjávarmáli.  Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins.  Æðarvatn og Arnarvatn eru mun smærri. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.

Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 10 km. frá Raufarhöfn að Hraunhafnarvatni.  Vatnasvæðið liggur við þjóðveg nr. 85.  Hraunhafnarvatn er við þjóðveginn og liggur hann við vatnið á malarifi sem er milli vatns og sjávar.  Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar.  Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða.  Bestu veiðistaðirnir í Hraunhafnarvatni eru við mölina og einnig með því að ganga inn með vatninu í átt að Hraunhafnará.  Í Æðavatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.  Mesta dýpt er u.þ.b. 3 mtr.
 

Gisting:  

Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið, en stutt er í mjög gott skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn.  Einnig er hægt að athuga með gistingu á Hótel Norðurljósum eða á Gistihúsinu Hreiðrið www.nesthouse.is, sem er staðsett á Raufarhöfn.
 

Veiði:  

Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Vel hefur verið staðið að grisjun á smábleikju á svæðinu sem hefur aukið á meðalþyngd veiddra fiska.  Mikið er af bleikju allt að 3 punda, á vatnasvæðinu sem og urriða sem getur orðið allt að 6 pund.  Í Æðarvatni er fiskurinn af svipaðri stærð og úr Hraunhafnarvatni enda rennur lækur þarna á milli.  Í Arnarvatni er hærra hlutfall af urriða en þar er veiðin minni sökum þess að lengra þarf að ganga til að komast á veiðislóðir.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn í vötnunum.
 

Tímabil:

Heimilt er að veiða frá 1. maí og fram til 30. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. 
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Halldór Þórólfsson S: 863-8468. 

 
{pgsimple id=16|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 5}


View Larger Map

Ölvesvatn – Vatnasvæði Selár

Ölvesvatn – Vatnasvæði Selár.  Vatnaklasi og lækir.  Paradís veiðimannsins.

 

Staðsetning:

Ölversvatn (vatnasvæði Selár)  er á Skagaheiði, í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði.
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:

Ölvesvatn er hið langstærsta á vatnasvæði Selár, en einnig má veiða í Fossvatni, Selvatni, Grunnutjörn, Andavatni og Stífluvatni, Eiðsá, Fossá, auk lækja sem renna á milli vatna. Ölvesvatn er um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt.    
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi:

Fjarlægð er um 366 km. frá Reykjavík og 40 km. frá Sauðárkróki.  Afleggjarinn frá Hvalnesi er um 6 km. jeppavegur að Ölvesvatni.  
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil á öllu vatnasvæðinu, þ.e.a.s. Ölvesvatni, Fossvatni, Selvatni, Heyvötnum, Grunnutjörn, Andavatni, Stífluvatni, Eiðsá, Fossá , auk lækja sem renna á milli vatna. 
 

Gisting: 

Hægt er að kaupa leyfi til að tjalda á Hvalnesi auk þess sem að við Ölvesvatn er hægt að leigja tvö aðstöðuhús með eldunar- og gistiaðstöðu fyrir allt að 6 manns í hvoru húsi. Þar er einnig kamar. Aðstöðuhúsin þarf að panta með fyrirvara hjá umsjónarmanni í Hvalnesi í s: 453-6520 eða GSM: 821-6520 eða senda tölvupóst á netfangið: hvalnes730@simnet.is.
 

Veiði: 

Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði.  Mikið er af ½ – 3 punda fiski á vatnasvæðinu, ásamt urriða, sem getur orðið allt að 6-7 pund. 
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið veltur öllu jöfnu á veðri, en yfirleitt er ekki orðið fært upp að vatni fyrir en seinnihluta maí og stendur veiðitíminn yfirleitt fram í miðjan september, en þá veiðist minna af bleikju.
 

Agn: 

Leyfilegt agn er fluga, maðkur, makríll og spónn. Góð aðstaða er til fluguveiða.  
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.  
 

Reglur:

Aðgengi að veiðisvæðinu er takmarkað og öruggara að panta veiðleyfi fyrirfram til að tryggja sér aðgang. Bókanir með aðstöðuhúsi njóta forgangs. Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Hvalnesi og fá lykil að svæðinu. Sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Netaveiði er stranglega bönnuð svo og meðferð skotvopna.  Einnig er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Í Hvalnesi fá veiðimenn veiðiskýrslur til útfyllingar og upplýsingar um svæðið.  Veiðiskýrslum og lyklum ber að skila við lok veiða í Hvalnesi. Einnig þaf að ganga frá leyfi til að tjalda á bænum ætli menn að vera yfir nótt.  ATH. að svæðið er lokað fyrir öðrum en þeim sem hafa veiðileyfi/kort og börnum í fylgd korthafa undir 14 ára aldurs, þ.e.a.s. að fullorðnum einstaklingum er óheimilt að fara inn á svæðið nema með veiðileyfi eða Veiðikortið.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Bjarni Egilsson og fjölskylda á Hvalnesi, S: 453-6520.
 
{pgsimple id=15|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 4}


View Larger Map

Svínavatn í Húnavatnssýslu

Staðsetning:

Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu í nágrenni við Blönduós.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi:

Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið. Farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km. að vatninu.
 

Upplýsingar um vatnið.

Vatnið er 12km2   að stærð, í 130 m. hæð yfir sjávarmáli.  Mesta dýpi er 30 metrar.
 

Veiðisvæðið:

Veiðisvæðið er fyrir landi Stóra-Búrfells og Reykja, ásamt almenningi vatnsins ef menn eru með bát.  
 

Gisting:

Hægt er að kaupa gistingu á Hótel Húnavöllum í uppábúnum rúmum með morgunverði eða svefnpokapláss auk þess sem þar eru góð tjaldstæði. Símar: 453-5600 og 898 -4685
info@hotelhunavellir.is
 

Veiði:

Mest veiðist af urriða en einnig er þar töluvert af bleikju. 
 

Daglegur viðitími: 

Leyfilegt er að veiða frá kl. 07:00 til 24:00.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst.
 

Agn:

Fluga maðkur og spónn.
 

Besti viðitíminn:

Jöfn veiði er allan veiðitímann.
 

Reglur:

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl.  Veiðimenn skulu hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar veiðimanna.  Akstur utanvega er stranglega bannaður.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum.

Grímur á Reykjum 892-4012 og Jón á Stóra-Búrfelli S:  868-3750/452-7133
 
 
{pgsimple id=32|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 4}

 

Sléttuhlíðarvatn í landi hrauns

Staðsetning: 

Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vegalengd frá Reykjavík er um 360 km., 21 km. frá Hofsósi og 50 km. frá Sauðárkróki.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli. 
 

Veiðisvæðið: 

Eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns.  Skilti eru við veiðimörk.
 

Gisting:

Verið er að vinna að uppbyggingu á tjaldsvæði sem ætti að vera komið í gangið fyrir sumarið 2021. Þá býðst korthöfum að kaupa aðgang að tjaldsvæðinu við vatnið hjá veiðiverði á Hrauni. Einnig er hægt að leigja sumarhús nálægt vatninu og brogar sig að panta það með góðum fyrirvara hjá veiðiverði.
 

Veiði: 

Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar. Sjóbleikja og urriði veiðast þar í miklu magni. 
 

Daglegur veiðitími: 

Leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 24 eða í samráði við landeiganda (veiðivörð)
 

Tímabil:

Veiðitímabilið hefst 1. maí og lýkur því 20. september.
 

Agn: 

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn. 
 

Besti veiðitíminn: 

Yfirleitt veiðist best í maí og júní, en þó ágætlega allan veiðitímann.
 

Annað:

Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði.
 

Reglur: 

Góð umgengni er skilyrði.  Allur akstur um landið skal vera í samráði við landeigenda.  Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Korthafar þurfa að skrá sig á Hrauni og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Magnús Pétursson á Hrauni, s: 453-7422 eða 618-0402.
 
 
{pgsimple id=18|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 4}


View Larger Map

Kringluvatn í Suður-Þingeyjasýslu

Staðsetning:  

Kringluvatn er í Suður Þingeyjarsýslu.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið í um 440 km. frá Reykjavík og tæplega 40 km. fjarlægð frá Húsavík,.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er u.þ.b. 0,6 km2 að stærð og í tæplega 270 m. yfir sjávarmáli.  Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn.  Mesta dýpi er um 12 m.  Mjög góð dorgveiði er einnig í vatninu og geta korthafar veitt allt árið.  Vatnið er mjög barnvænt.
 

Veiðisvæðið:  

Allt vatnið.
 

Gisting: 

Veiðikortshafar geta tjaldað endurgjaldslaust á merktu tjaldsvæði, sem þó er án hreinlætisaðstöðu.  Einnig má kaupa gistingu hjá Ferðaþjónustunni Heiðarbæ, sem er í um 10-15 km. fjarlægð norðan við vatnið.
 

Veiði:  

Bæði urriði og bleikja má finna í vatninu.  Talsvert veiðist af vænum urriða, sérstaklega í dorgveiði.
 

Daglegur veiðitími: 

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið nær yfir allt árið.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Árdegis og síðla dags gefa besta veiði, sem annars er jöfn yfir allt veiðitímabilið.
 

Annað:  

Nauðsynlegt er að fara að öllu með gát á vorin vegna aurbleytu á vegum.
 

Reglur:  

Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og forðast að aka utan vegar.  Hundahald er bannað við vatnið vegna fuglalífs.  Korthafar Veiðikortsins skrá sig hjá ferðaþjónustunni Heiðarbæ, og sýna Veiðikortið og persónuskilríki.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Ferðaþjónustan Heiðarbæ, s: 464-3903
 
 
{pgsimple id=23|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 5}

Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu

Staðsetning: 

Hraunhafnarvatn, Æðarvatn og Arnarvatn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu. 
 

Upplýsingar um vatnasvæðið:

Hraunhafnarvatn er stærsta vatnið á Melrakkasléttu eða 3,4 km2.  Vatnið er dýpst um 4 m. og er í 2m. hæð yfir sjávarmáli.  Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins.  Æðarvatn og Arnarvatn eru mun smærri. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.

Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 10 km. frá Raufarhöfn að Hraunhafnarvatni.  Vatnasvæðið liggur við þjóðveg nr. 85.  Hraunhafnarvatn er við þjóðveginn og liggur hann við vatnið á malarifi sem er milli vatns og sjávar.  Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar.  Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða.  Bestu veiðistaðirnir í Hraunhafnarvatni eru við mölina og einnig með því að ganga inn með vatninu í átt að Hraunhafnará.  Í Æðavatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.  Mesta dýpt er u.þ.b. 3 mtr.
 

Gisting:  

Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið, en stutt er í mjög gott skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn.  Einnig er hægt að athuga með gistingu á Hótel Norðurljósum eða á Gistihúsinu Hreiðrið www.nesthouse.is, sem er staðsett á Raufarhöfn.
 

Veiði:  

Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Vel hefur verið staðið að grisjun á smábleikju á svæðinu sem hefur aukið á meðalþyngd veiddra fiska.  Mikið er af bleikju allt að 3 punda, á vatnasvæðinu sem og urriða sem getur orðið allt að 6 pund.  Í Æðarvatni er fiskurinn af svipaðri stærð og úr Hraunhafnarvatni enda rennur lækur þarna á milli.  Í Arnarvatni er hærra hlutfall af urriða en þar er veiðin minni sökum þess að lengra þarf að ganga til að komast á veiðislóðir.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn í vötnunum.
 

Tímabil:

Heimilt er að veiða frá 1. maí og fram til 30. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. 

 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Halldór Þórólfsson S: 863-8468. 

 

{pgsimple id=20|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}

 
{weather 5}


View Larger Map

Arnarvatn á Melrakkasléttu

 
 

Upplýsingar um vatnasvæðið,

Hraunhafnarvatn er stærsta vatnið á Melrakkasléttu eða 3,4 km2.  Vatnið er dýpst um 4 m. og er í 2m. hæð yfir sjávarmáli.  Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins.  Æðarvatn og Arnarvatn eru mun smærri. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.

Fjarlægð er um 644 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 10 km. frá Raufarhöfn að Hraunhafnarvatni.  Vatnasvæðið liggur við þjóðveg nr. 85.  Hraunhafnarvatn er við þjóðveginn og liggur hann við vatnið á malarifi sem er milli vatns og sjávar.  Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar.  Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.
 

Veiðisvæðið:

Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða.  Bestu veiðistaðirnir í Hraunhafnarvatni eru við mölina og einnig með því að ganga inn með vatninu í átt að Hraunhafnará.  Í Æðavatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.  Mesta dýpt er u.þ.b. 3 mtr.
 

Gisting:  

Leyfilegt er að tjalda á eigin ábyrgð á gömlu túni við vatnið, en stutt er í mjög gott skipulagt tjaldstæði á Raufarhöfn.  Einnig er hægt að athuga með gistingu á Hótel Norðurljósum eða á Gistihúsinu Hreiðrið www.nesthouse.is, sem er staðsett á Raufarhöfn.
 

Veiði:  

Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Vel hefur verið staðið að grisjun á smábleikju á svæðinu sem hefur aukið á meðalþyngd veiddra fiska.  Mikið er af bleikju allt að 3 punda, á vatnasvæðinu sem og urriða sem getur orðið allt að 6 pund.  Í Æðarvatni er fiskurinn af svipaðri stærð og úr Hraunhafnarvatni enda rennur lækur þarna á milli.  Í Arnarvatni er hærra hlutfall af urriða en þar er veiðin minni sökum þess að lengra þarf að ganga til að komast á veiðislóðir.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn í vötnunum.
 

Tímabil:

Heimilt er að veiða frá 1. maí og fram til 30. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. 
 

Reglur:

Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Óskað er eftir að því að menn sendi upplýsingar um afla með tölvupósti á netfangið veidikortid@veidikortid.is.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Halldór Þórólfsson S: 863-8468. 

 

{pgsimple id=20|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}

 

{weather 5}

 

View Larger Map

Ljósavatn í Suður-Þingeyjasýslu

Staðsetning:

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta nágrenni.

Ekið er í gegnum Akureyri í átt til Húsavíkur. Vatnið er í um 25 km fjarlægð frá Akureyri og um 425 km frá Reykjavík sé ekið um Vaðlaheiðargöng.
 

Upplýsingar um vatnið:

Ljósavatn er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá og Litlutjarnalæk, en úr vatninu fellur Djúpá.
 

Veiðisvæðið:

Heimilt er að veiða í öllu vatninu að undanskyldu landi Vatnsenda sem er frá Geitá að Dauðatanga. Sjá kort.
 
 

Gisting:

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið nema í samráði við landeigendur. Engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu.
 

Veiði:

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði.
 

Daglegur veiðitími:

Veiðitími er frjáls.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið stendur yfir frá 20. maí til 30. september.
 

Agn:

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí.
 

Reglur:

Korthöfum er skylt að skrá sig hjá veiðiverði á Krossi áður en veiði hefst og fá afhenta veiðiskýrslu sem þarf að skila við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og virða veiðibann í landi Vatnsenda. Óheimilt er að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.
 

Veiðivörður/umsjónarmenn á staðnum:

Sigurður Birgisson, Krossi S: 894-9574 og Hulda Svanbergsdóttir, Krossi S:868-1975. .
 
 
 
{pgsimple id=36|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 5}


View Larger Map