Staðsetning:

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta nágrenni.

Ekið er í gegnum Akureyri í átt til Húsavíkur. Vatnið er í um 25 km fjarlægð frá Akureyri og um 425 km frá Reykjavík sé ekið um Vaðlaheiðargöng.
 

Upplýsingar um vatnið:

Ljósavatn er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Það er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá og Litlutjarnalæk, en úr vatninu fellur Djúpá.
 

Veiðisvæðið:

Heimilt er að veiða í öllu vatninu að undanskyldu landi Vatnsenda sem er frá Geitá að Dauðatanga. Sjá kort.
 
 

Gisting:

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið nema í samráði við landeigendur. Engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu.
 

Veiði:

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði.
 

Daglegur veiðitími:

Veiðitími er frjáls.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið stendur yfir frá 20. maí til 30. september.
 

Agn:

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí.
 

Reglur:

Korthöfum er skylt að skrá sig hjá veiðiverði á Krossi áður en veiði hefst og fá afhenta veiðiskýrslu sem þarf að skila við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og virða veiðibann í landi Vatnsenda. Óheimilt er að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.
 

Veiðivörður/umsjónarmenn á staðnum:

Sigurður Birgisson, Krossi S: 894-9574 og Hulda Svanbergsdóttir, Krossi S:868-1975. .
 
 
 
{pgsimple id=36|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 5}


View Larger Map

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Arnarvatn á Melrakkasléttu
Næsta frétt
Frostastadavatn