Vatnaveiðin fór rólega af stað
Nokkur veiðivötn opnuðu í gær 1. apríl og var veðrið talsvert betra en menn höfðu spáð, en um kl. 19 var yfir 10° hiti á höfuðborgarsvæðinu.
Bílaplanið við Vífilsstaðavatn var þétt setið, en um kvöldmatarleytið voru rúmlega 10 veiðimenn að veiða. Þar sem búið er að vera talsvert kalt síðustu daga og ennþá ís á hluta af vatninu var fiskurinn ekki í tökustuðu, en sérfróðir menn segja að nú sé aðeins dagaspursmál hvenær lætin byrja.