Nú má segja að hitastigi sé orðið vel boðlegt fyrir  vatnaveiði, enda hafa menn verið að fá betri veiði síðustu daga heldur en í byrjun tímabilsins. Talsvert rok gæti þó sett strik í reikninginn.
Flugufréttir sögðu frá því að menn væru farnir að fá talsvert af bleikju í Vífilsstaðavatni, allt að 2 punda fiskum

Einnig hefur heyrst af mönnum sem hafa verið að laumast í Þingvallavatn, en það skal ítrekað að veiði hefst þar ekki fyrr en 1. maí. 
Ef það verður ekki mikið um kuldaskeið næstu daga má ætla að það verði fjörleg opnun í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni, en þar er yfirleitt margt um manninn þegar þessi vötn opna.
Litlar fréttir hafa borist úr Hraunsfirði og Hópinu en vonandi koma einhverjar fréttir þaðan næstu daga. 
Við munum reyna að fá myndir og fréttir í næstu viku um gang mála.
 
 
Mk,
Veiðikortið
 
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvellir 1. maí – bleikjan mætt í kaldri opnun
Næsta frétt
Flottir fiskar úr Meðalfellsvatni!