Veiðifréttir – helgarveiðin 1.-3. maí. Þingvallavatn – Kleifarvatn – Úlfljótsvatn og Meðalfellsvatn.
Hér fyrir neðan eru þær veiðifréttir sem okkur hafa borist af helgarveiðinni og þar má sjá glæsilega fiska, bæði bleikjur og urriða.

Úlfljótsvatn:
Hann Sveinbjörn Hafsteinsson kíkti í Úlfljótsvatnið 1. maí og fékk stórglæsileg bleikju um kl. 14.00 en hún tók appelsínugulan Nobbler.
 
Falleg bleikja sem Sveinbjörn Hafsteinsson fékk 1. maí 2009 í Úlfljótsvatni.  Bleikjan vó 3.5 pund og tók appelsínugulan Nobbler.
 
Sveinbjörn með fína bleikju.
 
Sveinbjörn með hann á!
 
Þingvallavatn og Kleifarvatn:
Við höfum heyrt af mörgum veiðimönnum sem hafa verið að fá fína veiði í Þingvallavatni upp á síðkastið.  Menn hafa verið að fá bolta urriða sem og bolta bleikjur.  
Cezary fékk fína veiði í Þingvallavatni og reyndar í Kleifarvatni líka, en í Kleifarvatni fékk hann einn 15 punda og annan 4 punda.   Einnig fékk lét Heiðar Birnir okkur vita að hann hafi fengið 6 urriða í dag, 3. maí, allt frá 1 pundi upp í 2,5 pund sem er mjög gott mál.  Greinilegt að Kleifarvatnið er að styrkjast.
 
Tommi í Veiðiportinu lenti einnig í miklu ævintýri í Þingvallavatni er hann fék flotta urriða á Jaxon flugustöng #4.  Það var víst ekki leiðinlegt að draga 12 punda urriða á fjarkann á flugu sem heitir Þorsteinn Langskegg #14 (eftir Örn Hjálmarsson Útilíf)  Viðureignin var í um 25 mínútur!
 
Stórglæsilegur 12 punda urriði sem Tommi í Veiðiportinu fékk í Þingvallavatni.  Þessi fer upp á vegg! 
 
Þetta er engin smá smíði!  Veiddur á Jaxon flugustöng #4 og á flugu #14 sem heitir Þorsteinn Langbrók eftir Örn Hjálmars.
 
………… og þeir voru fleiri!                                            / Ljósmynd: Tómas Skúlason
 
 
Þessi mynd fyrir neðan er af glæsilegum urriðium sem Cezary veiddi 2. maí.
 
 
Vænir urriðar sem Cezary veiddi 2. maí.                                             /Ljósmynd Cezary.
 
Við heyrðum af einum veiðimanni sem fékk fallega 7 punda bleikju í þjóðgarðinum á flugu, og vonandi fáum við myndir af þeirri bleikju fljótlega.
Í Kleifarvatni hefur verið talsverð veiði.  Þaðan fréttist af einum veiðimanni sem fékk um 30 fiska norðanmegin í vatninu. 
 
Mynd af afla úr Kleifarvatni í gær  – Heiðar Birnir sendi okkur hana en hún er tekin með GSM síma.  Flottir fiskar.
Kristján Benediktsson (Stjáni Ben) er einnig búinn að vera á ferð og flugi með stöngina og hann sendi okkur nokkrar línur frá Meðalfellsvatni en hann fór þangað fyrir nokkrum dögum.  Gefum honum orðið:
 
"Fór um daginn í Meðalfellsvatn og fékk 6 urriða í víkinni við bátaskýlin sunnan við Bugðu. Það var annar að koma um svipað leyti og ég og fór hann á tangann á móti mér. Sá virtist vera að moka honum upp því ég sá að hann var með fisk, landaði, sleppti, kastaði og var strax kominn með hann á aftur. Eitt skiptið vorum við báðir með hann á á sama tíma. Ég var með lítinn hvítan nobbler og sökkendalínu, veiddi djúpt og hægt. Það var mikið líf þarna í víkinni þrátt fyrir skítakulda og ég þarf að fara þarna aftur við gott tækifæri. "
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur meira efni til birtingar á vefnum öðrum til ánægju og yndisauka á netfangið veidikortid@veidikortid.is 
 
Mk,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þær eru fallegar bleikjurnar á Þingvöllum.
Næsta frétt
Þingvellir 1. maí – bleikjan mætt í kaldri opnun