Rólegt við opnun vatnanna.

Rólegt í opnun vatnanna.
 
Þrátt fyrir ágætis veður þá var ekki mikið að gerast í opnun vatnanna.  Vífilsstaðavatn er greinilega ekki alveg komið í gang en Meðalfellsvatn hefur verið að gefa ágætis veiði.  Höfum heyrt af nokkrum sem hafa fengið fína urriðaveiði sem og stöku bleikjur.
Það var margt um manninn við Meðalfellsvatn og nokkrir veiðimenn að fá stöku fiska.

Read more “Rólegt við opnun vatnanna.”

Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.

 
Gylfi Pálsson sendi okkur skemmtilega veiðisögu frá vorferð í veiðivatn fyrir nokkrum árum.  Sagan er góð hvatning fyrir veiðimenn um að láta slag standa og drífa sig út að veiða þrátt fyrir að veðrið sé ekki upp á marga fiska eins og oft er fyrstu vikur veiðitímabilsins.  Nú eru aðeins tvær vikur í formlega opnun nokkurra vatna þannig að það er gott að undirbúa sig andlega fyrir vorveiðina.
Gefum Gylfa orðið:

Read more “Vorkoma – veiðisaga af vorveiðiferð í vonskuveðri.”

Styttist verulega í opnun vatnanna.

Þar sem nú eru innan við 50 dagar í opnun fyrstu vatnanna sem hafa formlegan opnunartíma hvetjum við menn til að fara að huga að veiðigræjunum og setja sig í startholurnar. 
Einhverjir þurfa að fylla á fluguboxin og aðrir þurfa að gera við eða endurnýja vöðlur.  Þá er gott að hafa tímann fyrir sér til þess að gera allt klárt fyrir nýtt veiðitímabil.  Það er magnað að sjá að um miðjan febrúar eru vötnin hér í nágrenni höfðuborgarsvæðisins íslaus. 

Read more “Styttist verulega í opnun vatnanna.”

Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.

Það er búið að vera mikil veðurblíða síðustu daga og fiskurinn tekið vel við sér í hlýindunum. 
Margir veiðimenn hafa lagt leið sína á Þingvelli og veitt mjög vel af bleikju sem kemur vel undan vetri og er mjög væn, en algeng stærð er 2-3 pund.  Veiðimenn sem þekkja vatnið mjög vel hafa verið að fá allt upp í 18 bleikjur á hálfum degi en þó er hún oft sýnd veiði en ekki gefin og það getur verið snúið að fá hana til að taka.

Read more “Héðan og þaðan – Úlfljótsvatnið að koma sterkt inn.”

Elliðavatn komið í Veiðikortið – Fréttatilkynning

Fréttatilkynning frá Veiðikortinu og Veiðifélagi Elliðavatns:
 
Elliðavatn komið í Veiðikortið
 
Veiðikortið ehf.  og Veiðifélag Elliðavatns hafa skrifað undir samning til þriggja ára um aðild Elliðavatns að Veiðikortinu og tekur samningurinn gildi strax á komandi  veiðitímabili. Veiði hefst í vatninu Sumardaginn fyrsta 2013.

Read more “Elliðavatn komið í Veiðikortið – Fréttatilkynning”

Skemmtilegur tími að detta inn – urriðinn farinn að sýna sig eftir hlé!

Nú er skemmtilegur tími að ganga í garð í vatnaveiðinni þar sem daginn er farið að stytta þá verður kvöldbirtan og ljósaskiptin oft mögnuð, þá sérstaklega í urriðavötnum. 
Svo virðist sem urriðinn á Þingvöllum sé farinn að nálgast land aftur eftir sumardvöl í djúpinu.  Það má lesa um það á www.veidibok.is að veiðimaður hafi fengið 7 kg urriða þar fyrir

Read more “Skemmtilegur tími að detta inn – urriðinn farinn að sýna sig eftir hlé!”

Veiðisaga úr Hraunsfirði – flottir fiskar úr Hólmavatni og Þingvallavatni

Veiðisaga úr Hraunsfirði – flottir fiskar úr Hólmavatni og Þingvallavatni
Halldór Gunnarsson skellti sér í Hraunsfjörðinn um síðustu helgi og gefum við honum orðið en hann sendi okkur skemmtilega lýsingu á ástandinu þar:
"Nýkominn úr Hraunsfirðinum en ég ákvað að drífa mig með góðum félaga eftir að hafa lesið fréttirnar um bleikjutorfurnar.  Fórum alveg inn í botn og veiddum sunnudagskvöld og mánudagsmorgun.  Virkilega gaman að sjá þessar bleikjutorfur og sjá stórar bleikjur stökkva út um allt eins og laxa.

Read more “Veiðisaga úr Hraunsfirði – flottir fiskar úr Hólmavatni og Þingvallavatni”