Kuldalegar opnanir á morgun 1. maí.
Á morgun, miðvikudaginn 1. maí, opna flest vötnin í Veiðikortinu og er þá veiðisumarið formlega komið á fullt. Meðal þeirra vatna sem opna eru mörg af vinsælustu vötnunum í Veiðikortinu og má þar nefna t.d. Þingvallavatn og Úlfljótsvatn.
Einnig má minna á að Elliðavatnið opnaði 25. apríl og hafa margir verið að fá væna og vel haldna urriða þar á hinum ýmsu stöðum í vatninu.