


Nokkur vötn að loka í dag!
Nú þegar hafa nokkur vötn lokað eins og t.d. Hítarvatn, Skriðuvatn og Svínavatn.

Urriðinn farinn að sýna sig og lax í Elliðavatni.
Nú eru aðeins fáir veiðidagar eftir í flestum vatnasvæðum Veiðikortsins. Þrátt fyrir að daginn er tekið að stytta þá er iðulega fín veiðivon og birtan skemmtileg.
Read more “Urriðinn farinn að sýna sig og lax í Elliðavatni.”

Opinn dagur í Hlíðarvatni í Selvogi 24. ágúst.

Flottur dagur í Urriðavatni
Haraldur Gústafsson kíkti við í Urriðavatn og fékk fína veiði þar. Hann fékk 6 fallegar bleikjur frá 38 sm upp í 50 sm langar.

Sauðlauksdalsvatn – fallegir urriðar
Það er fallegt í Sauðlauksdal. Guillaume Fournié frá Frakklandi kíkti í Sauðlauksdalsvatnið fyrir skömmu og fékk 3 fallega urriða á litla appelsínugula straumflugu.

Hítarvatn gefur vel!
Hítarvatn á marga aðdáendur, enda stórkostlegt umhverfi vatnsins og notarlegt tjaldstæði þannig að veiðisvæðið hentar mjög vel fyrir þá sem vilja fara í skemmtilega veiðiferð.

Mikil veiði í vötnunum
Nú er hlýtt í lofti og mikið líf í vötnunum. Veiðimenn hafa verið duglegir að standa vaktina í flestum vötnum landsins og veiðimenn verið að fá mikið af bleikju auk þess sem urriðinn virðist vera aðeins farinn að sýna sig aftur.
Kleifarvatn á Reykjanesi að koma til!
Það eru ekki mörg á síðan Kleifarvatn á Reykjanesi var að skila frábærri veiði og var eitt af vinsælustu veiðivötnunum í nágrenni höfðuborgarsvæðisins. Veiðimenn veiddu mikið af stórum urriðum og mörgum! Því er ekki að leyna að síðustu 3 ár hefur veiðin í vatninu dalað eftir einhverjar jarðhræringar og í framhaldi mun færri veiðimenn sem hafa stundað vatnið í kjölfarið og margir fyrrum fastagestir leitað á önnur mið.

Þveit komið í gang!
Þveit virðist vera að detta í gang eftir að þar hafi verið frekar rólegt síðustu daga. Dagur Árni Guðmundsson hefur stundað vatnið mikið og sendi okkur nokkrar myndir og fréttir síðan í dag.