DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU 16.SEPTEMBER OG UNDRAHEIMUR ÞINGVALLA HJÁ ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

 
Þann 16 september verður dagur íslenskrar náttúru haldin hátíðlegur um allt land.  Af því tilefni mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.
 
Kynningin verður haldin tvisvar að deginum kl. 14.00 og 17.00 og fer fram á bökkum Öxarár. Í báðum tilfellum hefst fræðslan við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
 
Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.
 
Urriðakynningin verður endurtekinn þann 18.október og verður nánar auglýst síðar.
 
Þann 22.sept hefst námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands tileinkað þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á þessu námskeiði fjalla sérfræðingar fimm fræðasviða um Þingvelli í tengslum við söguna, jarðfræði, lífríki Þingvallavatns, fornminjar og heimsminjaskrá. Þetta er einstakt, þriggja kvölda, námskeið fyrir alla þá sem vilja gera næstu Þingvallaferð að nýrri upplifun. Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og skrá sig hér.
 
Nánari upplýsingar má finna á vef Þjóðgarðarins á Þingvöllum.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þín skoðun?
Næsta frétt
Nokkur vötn að loka í dag!