Veiðikortið 2015
Veiðikortið 2015 er væntanlegt úr prentun í næstu viku þannig að dreifing á því ætti að geta hafist í kringum 5-8. desember þannig að enginn fari nú í jólaköttin!
 
Aldrei hafa fleiri vatnasvæði verið i boði en fyrir komandi tímabil og munu korthafar geta veitt í 38 vatnasvæðum vítt og breitt um landið.

 
Ný vatnasvæði:
Það er okkur mikil ánægja að kynna að vötnin í Svínadal, Eyrarvatn, Geitabergsvatn og Þórisstaðavatn eru nú aftur komin í Veiðikortið eftir nokkurt hlé. Hópið mun aftur á móti detta út úr vatnaflórunni fyrir komandi tímabil.
 
Nú þegar er byrjað að selja Veiðikortið á vefnum og verða pantanir sendar um leið og bæklingarnir koma úr prentun.
 
Verðið á kortinu er óbreytt frá því í fyrra eða aðeins kr. 6.900.-
 
Hér fyrir neðan er mynd af forsíðu bæklingsins og af kortinu sjálfu.
 
 
Veiðikortið 2015
 
Forsíðumynd af bæklingi Veiðikortsins 2015
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Starfsmannatilboð 2019
Næsta frétt
Veiðikortið 2015 kynnt á næstu dögum