Vestmannsvatn gaf vel í gær!

Það hafur verið fín veiði í Vestmannsvatni það sem af er sumri. 

Sveinn Þór Arnarsson, fluguhnýtari með meiru, kíkti í vatnið í gær ásamt veiðifélaga sínum. Þar var mikið líf og þeir lönduðu 18 fiskum. Mest urriða einn einnig nokkrum væntum bleikjum. Fiskarnir tóku flestir flugu eftir Svein sjálfan sem heitir Naggur, en það er ólífurgræn og rauð púpa sem gefur vel bæði í urriða og bleikju. Bleikjan tók mjög grant og settu þeir í margar sem náðust ekki á land.  Sveinn sagði að það hefði verið mjög góð taka meðan það var smá andvari, en um leið og það féll í dúnalogn snarhætti fiskur að taka en þess ber að geta að mikið flugnaklak var í gangi við vatnið í gær.

Read more “Vestmannsvatn gaf vel í gær!”

Urriðinn kominn á stjá í þjóðgarðinum

Frekar rólegt hefur verið að urriðamiðum í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins frá því opnað var fyrir veiði þann 20. apríl s.l. Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska og því frekar fáir við veiðar og fáir fiskar sem komu á land fyrstu dagana. Síðustu dagar hafa þó verið ágætir og hafa veiðimenn vera að slíta upp einn og einn fisk.  

 

Read more “Urriðinn kominn á stjá í þjóðgarðinum”

Hlýr vetur og nánast íslaust á mörgum vötnum

Yfirstandandi vetur hefur verið óvenju góður og er með þeim hlýrri síðustu árin og má benda á að mörg vötn eru ennþá íslaus. 

Í gegnum árin hefur iðulega verið hnausþykkur ís á flestum vötnum og dorgveiðimenn hafa geta stundað sína iðju að mestu í janúar, febrúar og mars. Þeir þurfa eflaust að fara upp á hálendið til að finna ísilögð vötn með nægilega þykkum ís.

Read more “Hlýr vetur og nánast íslaust á mörgum vötnum”