


Veiðitímabilið hefst formlega á morgun!
Það er spennandi helgi framundan. Vorveiðin hefst formlega á morgun 1.apríl.

Stutt í veiðivertíðina!

Febrúarflugur 2017
Þriðja árið í röð mun FOS.IS standa fyrir hnýtingarviðburði nú í febrúar. Eins og áður fer viðburðurinn fram á Facebook þar sem hnýtarar setja inn myndir af þeim flugum sem þeir eru að hnýta og áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar geta virt afraksturinn fyrir sér.

Hlýr vetur og nánast íslaust á mörgum vötnum
Yfirstandandi vetur hefur verið óvenju góður og er með þeim hlýrri síðustu árin og má benda á að mörg vötn eru ennþá íslaus.
Í gegnum árin hefur iðulega verið hnausþykkur ís á flestum vötnum og dorgveiðimenn hafa geta stundað sína iðju að mestu í janúar, febrúar og mars. Þeir þurfa eflaust að fara upp á hálendið til að finna ísilögð vötn með nægilega þykkum ís.

Bæklingur Veiðikortsins 2017 – vefútgáfa
Hér má skoða vefútgáfu bæklingsins sem fylgir Veiðikortinu 2017. Prentuð útgáfa fylgir að sjálfsögðu með hverju seldu Veiðikorti.

Veiðikortið 2017 að koma út!
Verið er að leggja lokahönd á útgáfu Veiðikortsins 2017 og mun það koma út um næstu mánaðarmót en það fer í dreifingu eins og vanalega í byrjun desembermánaðar. Kortið verður því klárt í jólapakka veiðimanna!
Urriðadansinn á Þingvöllum á laugardaginn!

Vestmannsvatn enn í fullu fjöri
Þrátt fyrir að haustið nálgist þá er ennþá fínir veiðmöguleikar í Vestmannsvatni.
Veiðimaður sem átti leið þar framhjá í fyrradag (15. sept), stoppaði við vatnið í rúma klukkustund og fékk hann 3 pattaralega urriða.

Haustið kallar! Vötnin að loka eitt af öðru.
Það er sannarlega farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu. Haustlægðirnar eru farnar að gera vart við sig og vötnin loka eitt af öðru.