Það er spennandi helgi framundan. Vorveiðin hefst formlega á morgun 1.apríl. 

Veðurspáin lofar góðu og má ætla að veiðimenn muni fjölmenna á bakka vatnanna sem munu opna. Vinsælt er að kíkja í Vífilsstaðavant og byrja tímabilið þar. Einnig er spennandi að prófa vatnasvæðið í Svínadal, en þar eru 3 vötn sem opna einnig á morgun. Þórisstaðavatn, Eyrarvatn og Geitabergsvatn eru vötnin í Svínadal.

Við munum fylgjast með gangi mála í fyrramálið og birta myndir beint frá bakkanum á Facebook og Instagram svo endilega fylgið okkur þar.


Gaman að opna veiðitímabilið og renna fyrir fiski í Vífilsstaðavatni.


Spáð í spilin.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Risaurriði í Kleifarvatni?
Næsta frétt
Bláa lónið – starfsmannatilboð