Það hafur verið fín veiði í Vestmannsvatni það sem af er sumri. 

Sveinn Þór Arnarsson, fluguhnýtari með meiru, kíkti í vatnið í gær ásamt veiðifélaga sínum. Þar var mikið líf og þeir lönduðu 18 fiskum. Mest urriða einn einnig nokkrum væntum bleikjum. Fiskarnir tóku flestir flugu eftir Svein sjálfan sem heitir Naggur, en það er ólífurgræn og rauð púpa sem gefur vel bæði í urriða og bleikju. Bleikjan tók mjög grant og settu þeir í margar sem náðust ekki á land.  Sveinn sagði að það hefði verið mjög góð taka meðan það var smá andvari, en um leið og það féll í dúnalogn snarhætti fiskur að taka en þess ber að geta að mikið flugnaklak var í gangi við vatnið í gær.

Stærstu fiskarnir voru um 2,5 pund. Hér fyrir neðan má sjá mynd af fiskunum sem þeir kipptu með sér í soðið en öðrum fiskum var sleppt.

 


Hér má sjá hluta af þeirra veiði þeirra félaga úr Vestmannsvatni í gær.

Við höfum heyrt af fleiri veiðimönnum sem hafa gert fína veiði í vatninu það sem af er sumri. Benóný Valur hefur kíkt nokkrum sinnum við þar í sumar og fengið fína veiði og einnig gerði Ragnar Hólm gott mót þar um daginn. 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Góð veiði á Skagaheiði
Næsta frétt
Kuðungableikjan mætt til leiks!