Metin falla á Þingvöllum!

Veiðimenn hafa verið að upplifa ótrúlega hluti á Þingvöllum síðustu 10 daga eða svo.  Hvert veiðimetið af öðru hefur verið slegið hjá veiðimönnum og margir búnir að setja í og landa sínum stærstu fiskum, a.m.k. sínum stærstu urriðum.  Það má segja að urriðastofninn í vatninu sé í góðu jafnvægi og mun hann eflaust stækka hratt ef veiðifélag vatnsins mun styðja við nýjar reglur varðandi sleppingar á stórurriða eins og settar hafa verið í þjóðgarðinum og víðar.  Búið er að veiða og sleppa mörg hundruð stórrurriðum og eflaust væri stór hluti af þeim afla í kistum veiðimanna ef ekki hefði verið gripið í taumana.

Read more “Metin falla á Þingvöllum!”