Með hækkandi hitastigi hefur Vífilsstaðavatn tekið við sér.  Veiðimenn hafa verið að gera fína veiði og segja að bleikjan sé í góðum holdum og stærri en oft áður.  Það er gaman að veiða í Vífilsstaðavatni og oft tekur bleikjan rétt við landið.  Mörgum hefur reynst vel að notast við tökuvara og draga hægt þar sem bleikjan tekur mjög grannt.

Eiður Valdemarsson stundar vatnið reglulega og hann var lenti í mokveiði að morgni 25. apríl.  Hann byrjaði að veiða rúmlega 8 að morgni og var til hádegis.  Hann landaði 22 bleikjum og hirti 15 af þeim.  Stærsta bleikjan var um 3 pund.  Flugurnar sem voru að virka voru Svarta Perlan #14 með kúluhaus og Vífó Extra svört #14.  Tveir aðrir veiðimenn voru að veiða í vatninu á sama tíma og voru þeir með um 10 fiska hvor þannig að greinilegt er að Vífilsstaðavatn er komið í gang!  Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr veiðitúrnum.

 

 


Fínn afli!

 

Við þökkum Eiði fyrir myndirnar.

Magnús Sigurgeirsson kíkti þangaði í dag, 27. apríl, og fékk hann þessar tvær fallegu bleikjur.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn – ÞUNGUR FRÉTTAPAKKI!
Næsta frétt
Frábær veiði í Þingvallavatni – fluguveiðin gengur vel