Það lítur út fyrir að veiðin í þjóðgarðinum á Þingvöllum hafi aldrei byrjað betur.  Veiðimenn hafa síðust daga verið að setja í, landa og sleppa gríðarlegum fjölda af stórurriðum.  

Um helgina er búið að veiðast mjög vel.  Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir af fiskum og veiðimönnum.

 

Við þökkum veiðimönnum fyrir að deila þeim með okkur og vekjum athygli á því að allir fiskarnir hér fyrir neðan fengu frelsi að myndatökunni lokinni!

 

Adam er 7 ára gamall og á ekki langt að sækja veiðiáhugann, en hann fer mikið til veiða með föður sínum Cezary Fijalkowski sem þekkir vel til á urriðaslóðum við Þingvallavatn.  

Þann 24. apríl sl. fékk hann Adam tvo urriða 6 og 8 punda á langa Sunray Shadow flugu.  Fiskunum var að sjálfsögðu sleppt að lokinni myndatöku.


Adam með fallegan urriða.

 


Hér er mynd af fisknum rétt fyrir löndun!

Sama dag,  föstudaginn 24.4. kíktu félagarnir í Murtan Iceland einnig í vatnið eftir að hafa prófað Brúará.  Þeir voru stálheppnir og fengu báðir fallega urriða, 12 og 9 punda en báðir fiskarnir tóku Black Ghost.


Siguður Valdimar Steinþórsson með 12 punda urriða tekinn á Black Ghost.  


Þröstur Þór Sigurðsson með fallegan 9 punda urriða!

 

25. apríl. 

Það voru margir sem fóru til veiða á föstudaginn.  Kristófer Máni Axelsson var einn þeirra og hann sendi okkur myndir sem hann tók af Hauki Böðvarssyni en Haukur fékk flotta veiði eins og sjá má hér fyrir neðan.


Urriðinn að yfirbugast.  

 


Haukur að þreyta fiskinn.

 


Glæsilegur fiskur kominn á land.

 

Við þökkum Kristóferi fyrir þessar myndir.

Þann 26.apríl á laugardeginum voru ekki færri veiðimenn en á föstudeginum.  


Atli Bergmann með 87 cm stórurriða!    /mynd Sigurður Marcus


Atli að glíma við fiskinn með kengbogna stöng.        /Mynd Siguður Marcus


Guðmundur Róbert Guðmundsson einnig með stóran og fallegan urriða!            /Sigurður Marcus

Emil Gústafsson var einnig við veiðar og fékk hann þennan fallega 78 cm urriða á Hvítan Nobbler.  Hann fékk einnig 65 cm urriða í vatninu þann 22. apríl og er mynd af honum fyrir neðan.  Þökkum Emil fyrir að deila myndunum með okkur.


Emil Gústafsson með 78 cm urriða sem hann fékk á Hvítan Nobbler.


Emil fékk þennan 65 cm urriða 22. apríl á Black Ghost.

 

27. apríl – Sunnudagur!

Það voru margir að veiða enda stórglæsilegt veiðiveður.  Í Vatnskotinu var líf og fjör og fín veiði.


Sigurður Marcus Guðmundsson með einn 70cm dreka. Hann var 36 cm í ummál og tók Svartan Nobbler #2


Glæsilegur fiskur hjá Sigurði!

Atli Bergmann tók annan sem var 75 cm og 45 cm í ummál í gærkvöldi, en hann fékk einnig stórfisk í gær 26.4 sem má sjá ofar í þessum fréttapakka!

 

Halldór Gunnarsson með einn 75 cm sem tók í myrkrinu.  

Einnig hafði fréttst af einum 87 cm fiski af svæðinu.  Þessir fiskar voru allir að koma á land í Vatnskotinu.

Látum fylgja með eina mynd af svakalegum urriða sem Tómas Skúlason veiddi, reyndar fyrir utan þjóðgarðs af bát, en fiskurinn var yfir 20 pund.


Tómas með rúmlega 20 punda urriða sem hann veiddi utan þjóðsgarðs úr báti.

Á þessum dögum höfum við heyrt af miklu fleiri fiskum og veiðimenn tala almennt um að þeir séu ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag að einungis má veiða með flugu og sleppiskylda sé á urriða til 1. júní.  Með þessu móti aukast líkurnar á því að urriðastofninn haldi velli og að komandi kynslóðir geti upplifa urriðaævintýri eins og þau gerast best í heiminum!

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Hraunsfjörður kraumaði!
Næsta frétt
Vifilsstadavatn up and running!