Vatnaveiðin loksins að detta í gang!

Þrátt fyrir að júní hafi verið ágætur og blautur, þá er eins og vötnin séu að detta aðeins seinna í ganga en vanalega. Fyrst núna eru vötn eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum að lifna við hvað bleikjuna varðar a.m.k. Frekar rólegt hefur verið í Elliðavatni og tala veiðimenn um að vötnin séu enn óvanalega köld miðað við að það sé farið að nálgast júlímánuð.

Read more “Vatnaveiðin loksins að detta í gang!”

The char finally showing up!

Even though June has been quite nice, with rain and good weather between storms, it looks like the lakes are a bit colder than in an average year. Therefore the char is a bit late and finally we are seeing more of the char now at lake Þingvallavatn and Ulftljotsvatn. Upcoming weeks are in a way high season in the lakes since there is more fish around looking for something delicious to eat closer to the waterbank.

Read more “The char finally showing up!”

Góð veiði á Skagaheiði

Lárus Óskar og félagar fór í sína árlegu veiðiferð á Skagaheiði (Ölvesvatn) um síðustu helgi og fengu þeir frábær veður til útivistar og veiða.

Þeir veiddu vel að vanda en tala um að fiskurinn fari stækkandi. Þeir voru með mjög marga fiska sem voru 2-2,5 pund og einn sem var tæp 4 pund.  Þeir voru að veiða bleikju og urriða í bland.

Read more “Góð veiði á Skagaheiði”

Vestmannsvatn gaf vel í gær!

Það hafur verið fín veiði í Vestmannsvatni það sem af er sumri. 

Sveinn Þór Arnarsson, fluguhnýtari með meiru, kíkti í vatnið í gær ásamt veiðifélaga sínum. Þar var mikið líf og þeir lönduðu 18 fiskum. Mest urriða einn einnig nokkrum væntum bleikjum. Fiskarnir tóku flestir flugu eftir Svein sjálfan sem heitir Naggur, en það er ólífurgræn og rauð púpa sem gefur vel bæði í urriða og bleikju. Bleikjan tók mjög grant og settu þeir í margar sem náðust ekki á land.  Sveinn sagði að það hefði verið mjög góð taka meðan það var smá andvari, en um leið og það féll í dúnalogn snarhætti fiskur að taka en þess ber að geta að mikið flugnaklak var í gangi við vatnið í gær.

Read more “Vestmannsvatn gaf vel í gær!”