Þrátt fyrir að júní hafi verið ágætur og blautur, þá er eins og vötnin séu að detta aðeins seinna í ganga en vanalega. Fyrst núna eru vötn eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum að lifna við hvað bleikjuna varðar a.m.k. Frekar rólegt hefur verið í Elliðavatni og tala veiðimenn um að vötnin séu enn óvanalega köld miðað við að það sé farið að nálgast júlímánuð.

Veiðimaðurinn Sigurður Karlsson kíkti í Þingvallavatn í gær, nánar tiltekið fyrir landi þjóðgarðsins. Hann uppskar fína veiði eins og sjá má að myndunum hér fyrir neðan en hann notaðist eingögu við fluguna Krókinn #10. 

Það verður spennandi að fylgjast með vötnunum næstu daga og mætti ætla að það sé góð veiðihelgi framundan.

Við biðlum við veiðimanna að senda okkur veiðifréttir og upplýsingar varðandi hvernig veiðin gengur.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem Sigurður tók í veiðiferð sinni í Þingvallavatn í gær.

 


Fallegar bleikjur sem Sigurður veiddi í þjóðgarðinum í gær.


Einn urriði hefur verið að sniglast á bleikjuslóð.


Virkilega feitar og fallegar bleikjur og greinilegt að hana skortir ekki æti í Þingvallavatni!

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Vötnin í góðum málum! Silungsveiðin í blóma!
Næsta frétt
Góð veiði á Skagaheiði